Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 184
REGNIÐ KOM.
(Saga vestan af sléttunum).
(Eftir David Lyall. — Þýdd af Eg. Erl.)
Ledward vaknaSi í dögtmina og læddist hljóS-
lega eftir gólfinu, sem var dúklaust, til þess aS vekja
ekki konuna sína.
Hann dró gluggaskýluna til hliSar og leit á-
hyggjufullur út á skrælnaSa akrana. Þá varS hon-
um litiS til himinsins, sem aS vísu var heiSur og blár,
en virtist honum ógnandi; þangaS höfSu ótal
augu mænt síSasta mánuSinn, en alt af jafn-árangurs-
laust; ekkert merki sást þess, aS þurkurinn mundi
taka enda.
Ef regniS kom ekki mjög bráSlega, þá vissi hann
þaS, aS vinna sín og mörg hundruS annarra manna,
varS algerlega einskis verS þaS áriS. Dögunin í þess-
um str jálbygSu héruSum er undur dásamleg. Ekkert
er betur falliS til að vekja lotnigu hjá hverjum óspilt-
um manni, sem ekki hefir alveg gleymt aS dýrka guS
sinn. Ledward hafSi ekki gleymt því, þó oft væri
trú hans og traust aS þrotum komiS, eftir aS hann
kom vestur á slétturnar. Sjaldan hafSi reynt á staS-
festu hans jafn-mikiS, og.nú af því aS þaS var sunnu- *
dagsmorgunn, fanst honum hann þurfa aS heilsa
deginum meS því aS nálgast hinn alvalda í innilegri
bæn. ^
Hann fór hljóólega í fötin. ÁSur en hann lædd-
ist út, varó honum litiS á andlit konu sinnar; hún
svaf vært. Hann tók eftir fölleikanum og þreytufell-