Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 187
ALMANAK 1914
177
urinn reyndi aS gleyma hinum kveljandi áhyggjum á
meSan hann sat í snoturri hlöóunni. Ledward var
prestssonur og fór því guSsþjónustugjörSin vel úr
hendi.
Edith lék á litla. organiS, sem var flutt á hver-
jum sunnudegi úr íbúSarhúsinu út í hlöSuna. Gömlu
sálmarnir voru sungnir, sálmarnir sem vöktu en sef-
uSu þó um leið heimþrána, er margur bar í brjósti.
Ledward gleymdi ekki að biSja um regn, en honum
fanst söfnuSurinn ekki taka jafn-innilegan þátt í þeirri
bæn og hann var vanur. En Ledwards eigin bæn
varS því heitari og innilegri.
Aldrei var nein ræSa flutt viS þessar guSsþjón-
ustur nema þegar svo bar viS, aS einhver prestur var
á ferS. Þennan morgun breytti Ledward út af van-
anum og flutti stutta ræSu. „Þér eruð mín vitni“,
var textinn. Þessi texti gaf honum ástæSu til aS
hvetja fólkiS til aS standast raunina og halda fast viS
traust sitt á guði, þó að hann af vísdómsráSi sínu,
sem mönnum væri um megn aS skilja, hefSi svo lengi
synjaS þeim um hiS frjóvandi regn. ÞaS var svo
mikill þróttur og hiti í framsetningunni, aS tárin glitr-
uSu í augum flestra, þegar þeir hneigðu höfuS sín til
bænar.
Fólkió var rólegra og í léttara skapi eftir guðs-
þjónustuna, og einstöku gamanyrSi hraut sumum af
vörum.
„RegniS kemur í tæka tíS“, sagSi Ledward viS
bændurna, þegar þeir kvöddu hann. Hann hafSi
engar frekari líkur aS fara eftir en aSrir; honum aS eins
„fanst þaS á sér“. En þaS var nóg til þess aS gleðja
bændurna og hughreysta, og þegar þeir komu auga á
mjóa, dökka rák á blárri hvelfingunni út viS sjón-
deildarhringinn, vaknaSi vonin í hjörtum þeirra.
Einn af hlöSugestunum var læknirinn úr næsta
þorpi. Hann var skozkur aS œtt og góSkunningi