Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 199
Til kaupenda Almanaksins.
MeS þessu ári 1914 hefi eg gefiS út almanak þetta
í tuttugu ár. í tilefni af því, aS þaS hefir nú náS
tvítugs aldri, hefi eg gert þaS stærra aS blaSsíSuf jölda
og fjölbreyttara aó efni en nokkuru sinni áSur. Mér
er þaS mikil ánægja aS geta sagt meS sönnu, aS þaS
hefir náS sérlega miklum vinsœldum, ekki einungis
hér á landi, heldur einnig á ættjörSu vorri, Islandi,
og annarstaSar, þar sem Islendingar dvelja. Enginn
vafi er á því, aS vinsældir þessar erú aS langmestu
leyti af því sprotnar aS almanakiS hefir á hverju ári
— í sextán ár — flutt þætti í safn til landnámssögu
Vestur-íslendinga. Hefir landnáms-sögusafn þetta
fengiS viSurkenningu okkar beztu manna hér í landi
og eins á Islandi. Má þar til nefna Björn heitinn
Jónsson, ráSherra og ritstjóra Isafoldar, og dr. Valtý
GuSmundsson. Og nú síSast Þórhall biskup Bjarnar-
son í ,,Nýju Kirkjublaói“ fyrir aprílmánuS þ. ár.
Þar farast honum svo orS :
,,Skyldi nokkurum öörum þjóöflokki en vorum
hafa komib til hugar ab skrásetja og geyma land-
námssögu sína í Vesturheimi ?
,,Landnámssaga þessi kemur árlega í Almanaki
Olafs S. Thorgeirssonar i Winnipeg. í almanaki
þessa árs eru tveir langir sögukaflar, og er fjöldi af