Jörð - 01.06.1942, Side 27
sýni af þeim, bæði til vesturs og austurs og á iiaf út, en milcl-
ir skriðjöklar ganga niður í hvern dal og alveg fram á lág-
lendið og er auðvelt að komast að þeim og ganga á þá. Undir-
fjöll Yatnajökuls, bæði vestur og austur af Öræfajökli, eru
bá og brött, og svo eru lika fjöll, sem fáir liafa gengið á og
eru að mestu ókönnuð, svo sem Máfabyggðir og Esjufjöll,
en frá Kvískerjum er bezt að fara fyrir þá, sem bafa í liyggju
að ganga á þessi fjöll og er þá vfir mikla skriðjökla að fara.
En að ganga á Öræfajökul, og njóta hins ógleymanlega út-
sýnis þaðan, á að vera markmið hvers cinasta íslendings,
sem hefur yndi af fjallgöngum.
Myndirnar á bls. 2
EHL' eftir Arngrím Ólafsson, og sönnileiðis niyndin framan á káp-
unni. Þær eru frá Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdals-
jökli, þar sem hann kennir að Eyjafjallajökli, og liggur fram á Sól-
heimasand. Skriðjökulssporðurinn teygir sig vestur fyrir mynnið á
smádal og lokar honum, eins og neðri myndin á bls. 2 sýnir. Verður þá
ker mikið innanvert við skriðjökulinn, en Jökulsá rennur i það
úr jöklinum og nær ekki fullri framrás undir skriðjökulssporðinn
°g fyllist kerið á nokkrum vikum, en ryður sér þá braut gegnum
hálfstífluð göng, og verða þá liin illræmdu Jökulsárhlaup. Ekki er
ólíklegt, að jökulsporðurinn lyftist nokkuð lónsmegin, þegar kerið
ei' fullt, og eigi það nokkurn þátt i því að greiða fyrir framruðningi
vatnsins. — Efri myndin á bls. 2 sýnir kerið nýtæmt. Er gizkað
a> að það sé 50—100 m. djúpt, eftir þykkt skriðjökulsporðsins, en
hún fer eftir árferði, og er minni nú hin seinni ár, en oft áður. —
Kápumyndin sýnir isdranga, er klofnað hafa úr jökulhamrinum,
sem sýndur er til hægri á efri mynd, bls. 2. Standa drangarnir
hér og hvar um kerbotninn, og er gizkað á, að þeir séu um 20 m.
háir. — Þegar farið er upp að kerinu, er gengin skriðjökulsbrúnin,
sem sýnd er á neðri mynd, bls. 2, fast við bergið, en þegar komið
er að kerinu, má komast á sjálft fjallið. Ekki getur talizt öruggt
að fara þetta, þegar hlaup er yfirvofandi.
J öru
25