Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 44
hollur þeim, er náðu vináttu lians, en ekki var hann allra
vinur. Yiðsjáll þótti hann og ráðslunginn, úrræðagóður og
Jilífðarlaus, þegar því var að skipta; þótti þá fáuni dælt við
þá feðga að eiga. (Er hér átl við langafa minn, síra Eggert
á Ballaró). Hafði það verið hverjum meðalmanni ofraun að
ætla sér að koma honum af skoðun sinni i hverju því, er
liann hafði ásett sér að fylgja, þvi hann var vel máli farinn,
og svo voru rökfærslur hans engin léttavara. Undanhald og
löðurmennska var ekki til í fari hans. Það var dauðinn einn,
sem gat látið hann liníga, en hann hopaði aldri. Fjárgæzlu-
rnaður var hann mikill og fégjarn þótti hann, þó að minni
væru brögð að því en hjá föður hans. En hjúum sinum gerði
hann vel, þeim sem náðu hylli hans.“
Greinarliöfundur getur þess, að síra Friðrik hafi lítið gef-
ið sig að stjórnmálum, en það sé þó vitað, að hann vildi krefj-
ast fulls sjálfstæðis íslandi til handa og að Grænland fylgdi
með.
Afi minn var vel ættaður, því hann var sjötti maður í hein-
an karllegg frá Staðarhóls-Páli, sem kvongaður var Helgu
Aradóttur Jónssonar biskups Arasonar. Móðir afa míns var
Guðrún, dóttir Magnúsar Ketilssonar sýslumanns.
Þá hygg ég, að ýmsum þætti fróðlegt að heyra, livernig
síra Friðrik gerði útför föður síns, sira Eggerts á Ballaná.
Þetta, sem ég nú fer með, er tekið úr Þjóðvinafélagsalman-
akinu 1928: „Sira Eggert á Ballará (d. 1816) er enn nafn-
kunnur maður vestra og víðar um land. Iíom liann við margt
um sína daga. Eru þar mikil söguefni og sum einkennileg.
Gelur lians víða i lumdritum. Hann kemur allmjög við Skarð-
strendingasögu eftir Gísla Konráðsson (t. d. i Lbs. 550, 4lo).
Þáttur eða drög að þætti cftir sama eru í Lhs. 917, 8vo. (upp-
kast að sama i Lbs. 946, 8vo.), Njóta sín slíkir menn, þeir
sem ekki eru að almannaskapi, oft betur í fjarska og í frá-
sögnum eftir á en samtimis. Hér er ekki rúm til að rekja
sagnir um síra Eggert, enda þyrfti þá jafnan að bera þær
saman við fyllstu frumsögn. En lýsing á honuin eftir Gísla
er til í enn einu handriti (Lbs. 1464, 4to., i sendibréfi til Sig-
urðar málara Guðmundssonar 23. sept. 1853)
42
JÖRÐ