Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 46
lraman stéttina var mikill njóla- og hvannaskógur. Mátli
fe,la sig í honum. Minnist ég þess, live okkur börmmum þótti
gaman að leila að liænsnaeggjum. Hænurnar urpu þar stund-
um. Þak hússins, hliðar og gaflar voru skaraðir utan norsk-
um steinflísum. Niðri í liúsinu voru 6 Iierb'fergi. A framhlið
liússins lágu 3 stofur i röð og 1 litið berbergi, á bakblið þess
2 stórar stofur og milli þeirra forstofa og úr henni þiljaður
gangur inn í gamla bæinn, sem lýst verður síðar.
í suðurstofunni á framhliðinni sváfu foreldrar mínir og
systur. 1 miðstofunni unnu stúlkur á vetrum, og minnist ég
þess, að þegar mjög var kalt á vetrum, fengum við drengir
að sofa inni bjá foreldrum okkar, og vöknuðum við þá við
mikið rokkbljóð, því að stúlkur voru margar, og síðan hefur
rokkldjóðið verið sú eina músik, sem ég lief skilið til fulls
um dagana. Þriðja stofan og stofan á bak við hana, sem lcöll-
uð var norðurstofa, voru notaðar sem setustofur og gesta-
stofur; liina bakstofuna notaði afi minn eingöngu; þar stóð
rúm bans og skrifborð undir glugga, en annars voru allir
veggir þaktir vel innbundnum bókum. Hann átli 14 bundruð
bindi, og man ég töluna svo nákvæmlega fyrir ])á sök, að
bann bafði ánafnað okkur bræðrum allt bókasafnið og skrif-
að nafn Sigurðar bróður míns á guðfræðibækurnar en mitt
á lögfræðibækurnar. Það var ætlun afa míns, að Sigurður yrði
prestur, en ég sýslumaður.
Vik ég þá aftur að búsinu. Uppi á lofti voru tveir stórir
kvistir og þrjú gevmsluloft, gangur var í gegnum allt húsið
uppi, en úr norðurenda gangsins lágu tveir stigar upp i turn,
sem gekk upp úr húsinu. Hleri var dreginn til hliðar, til þess
að komast upp í turninn. Þegar upp var komið, var bandrið,
sem náði upp undir hendur á fullorðnum manni. Þarna var
fiaggstöng, en ekki minnist ég þess, að flagg væri dregið á
slöng nema á fæðingardag afa míns.
Kjallari var undir öllu húsinu, hlaðinn úr steini, bjartur
og vel manngengur. Þar var baðklefi: lítið herbergi með tré-
bekkjum á tvo vegu; trekt var i loftinu, og þegar helt var í
trektina að ofanverðu, var steypubaðið komið. Vatnið rann
niður í steinþró. Rn taka skal ég fram, að lítið eða ekkert var
44 JÖRÐ