Jörð - 01.06.1942, Blaðsíða 57
Stefán Einarsson, prófessor, Bandaríkjunum:
Um bækur og stíl
Til ritstjóra JARÐAR.
(Eftir nokkur vingjarnleg inngangsorð skrifar þessi merki bók-
fræðingur:)
ANNARS er það dálítið í ytra búningi JARÐAR, sem kom mér
til að skrifa þessar línur, ekki aðeins vegna JARÐAR sjálfr-
ar, heldur lika vegna annara íslenzkra tímarita, og þegar öllu
er á botninn hvolft, vegna íslendinga sjálfra. Þessi nýja JÖRÐ
þin er svo ný í sniðunum, að eg rataði ekki greinarnar á enda,
varð að fara í eftirleitir, eins og gamli Benedikt i Adventu, til
að hafa upp á eftirlegukindunum. Nú, þessar kúnstir eru nú svo
sem ekki spánnýjar, enda skarta nú flest islenzk timarit í þessum
slitróttu klæðum, nema þessi gömlu og góðu, eins og Skírnir, sem
enn er heilskinna, enda elztur i roðinu liinna íslenzku systkina sinna.
En hvernig stendur á þessari sundurgerð, og á hún nokkurn
rétt á sér? Vel gæti eg trúað þvi, að þitt svar yrði, að ekki væri
til neins að bjóða almenningi ritið, nema það væri i þessum nýju
flikum. Annars þyki það hvorki „smart“ né „funkis" og þessvegna
leiðinlegt. Þetta væru auðvitað kappnógar ástæður frá þinni hendi,
þvi hvað er að tala um fáránlegan búning, ef liann gengur betur i
fólkið? Og eins og vant er, hleypur fólkið eftir erlendum fyrir-
myndum, stundum hugsunarlitið. Eg veit ekki hvaðan þessar fyrir-
niyndir í bókagerð eru fyrst komnar, en nú eru þær algengar um
alla Evrópu og Ameriku a.m.k., — og þvi má ísland þá ekki fylgj-
ast með, muntu spyrja. Eg hefi ekkert á móti' þvi, að ísland fylg-
Jst með, — á skynsamlegan hátt.
Manstu eftir góðri grein, sem Ragnar heitinn Kvaran skrifaði
,.um bíl og stíl“. Það er einhver bezta greinin, sem eg hef lesið á
islenzku um anda funktionalismans i list og lífi. Allir hlutir eiga
!,ð bera tilgang sinn utan á sér: formið er því aðeins fullkomið,
at ÞaS sé nauðsynlegt tákn þess hlutverks, sem hlutnum er ætlað
að leysa af hendi. Þegar eg kom heim 1933 og sá öll nýtízku „funkis“-
Þúsin í Reykjavík, undraðist eg stórum yfir hugkvæmni mannanna,
sem Þöfðu byggt þau, en ekki gat eg forðast þá hugsun, að sumt
af flötu þökunum og pöllunum og svölunum kynnu að reynast lek-
dr{ en menn ætluðust til í okkar rigningasama loftslagi. Líka þótti
nier það undur, að ætla íslendingum að hafast við til nokkurra muna
■* Þökum uppi í Reykvískum útsynnings-hryðjum, eða jafnvel i sól-
Sv*ni með norðanstryk, — ef flötu þökin voru til þess ætluð. Ann-
Jorð
55