Eimreiðin - 01.01.1933, Side 64
44
ÞÁTTUR ÚR ALHEIMSLÍFFRÆÐI
EIMREIÐIN
búa til; en hinn segir: >Við seljum hann náftúrlega; en það
skrítna er, að jafnskjótt sem vörurnar hafa verið seldar, eru
þær aftur komnar fram í verksmiðjunni, þar sem þær höfðu
verið búnar til. Það er þessvegna, sem öllum verksmiðjunum
fylgja þessi mörgu og geysistóru vörugeymsluhús. Við erum
altaf að byggja ný geymsluhús yfir vörurnar. 011 borgin er
full af þeim, við getum ekki losnað við þetta bölvað dót.
Verksmiðjurnar eru altaf að offyllast af varningnum, sem
snýr þangað aftur, og hvað sem við gerum til að losna
við hann, þá kemur hann altaf aftur*. *En hversvegna brennið
þið þá ekki varningnum?« segir liðsforinginn. >Brenna?«
anzar hinn, »við höfum brent heila tylft af stórum vöru-
geymsluhúsum í einu, en þau koma fram aftur, með öllum
vörunum. Við getum blátt áfram ekki losað okkur við þetta
leiða skran«. »Hversvegna eruð þið þá að halda áfram að
framleiða vörur?« segir liðsforinginn. »Við getum ekki að
þessu gert«, segir hinn. »Það er ósjálfrátt. Einhver undarlegur
kraftur virðist knýja oss til þess að halda áfram að vinna og
vinna, hvíldarlaust*. Liðsforinginn segir þá eitthvað um að
hugarfar hins muni ekki, meðan hann lifði á jörðunni, hafa
verið af hinni réttu tegurd, og þessvegna haldi hann nú í
helvíti áfram hvíldarlaust, og vinni sífelt á þenna óskemtilega
hátt. »Helvíti?« segir hinn, það er ekkert helvíti til og
himnaríki ekki heldur*. »En hvar er það þá, sem þú ert?
segir liðsforinginn. »Það veit ég ekki«, segir hinn, >og ég
hirði heldur ekkert um að vita það. En líttu annars á allan
þenna fjölda af kirkjum og prestum, sem hér er.«
III.
Mér virðist lýsing þessi fróðleg og ekki sízt á þessum
tímum, sem nú eru og kendir eru við kreppu I lýsingunni kemur
ekki greinilega fram, vegna hvers maðurinn, sem heima á í
verksmiðjuborg þessari hinni miklu, sem getur ekki með
neinu móti losnað við framleiðslu sína, þarf að dvelja í svo
leiðum stað. En ástæðan er sú, að meðan hann lifði hér á
jörðu, hefur hann knúið fólk sitt áfram miskunarlítið, við
vinnu, sem því fanst leið og tilgangslítil; og hið dularfulla
afl eða vald, sem nú rekur hann sjálfan áfram á svipaðan