Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Page 110

Eimreiðin - 01.01.1933, Page 110
90 SKÁLDSKAPUR OG ÁSTIR EIMREIÐIN og frábærlega skýrt: Gáfaður, ungur mentamaður, sem er upp- reisnarmaður núíímans, fellir ástarhug til þróttmikillar og gáf- aðrar ungrar alþýðustúlku, og þau ganga saman á fögru vor- kveldi út fyrir þorpið, þar sem þau áttu heima, upp í Dýra- dal og lofast þar, að því er virðist í fullri hrifningu hugrænna ásta. En af því stúlkan var piltinum ekki nægilega eftirlát þegar í stað, fer hann brátt þar á eftir ofan í Krókinn til að fullnægja líkamlegu hvötinni með 16 ára vesaling. Þarf svo stuttu síðar að fara til unnustunnar og fær peninga til að láta lækninn losa vesalinginn við fóstur, sem hann var valdur að, af því varnarmeðölin höfðu eitt sinn gleymst. En rétt þar á eftir kemst unnustan að þessu og slengir því tafarlaust fram- an í hann í bræði. Og nú læt ég Laxness tala: »Hann lagði frá sér vindilinn, gekk fram fyrir hana og rétti hendurnar bjánalega í áttina til hennar, hvítnaði eins og lík. »Salka«, sagði hann hjálparvana. Og þar sem hún svaraði ekki, og gerði sig á engan hátt líklega til að rétta honum hjálpandi hönd, heldur hélt áfram að stagla í fötin sín, þá vissi hún ekki fyrri en hann var kominn á kné fyrir framan hana, grúfði andlit sitt í skauti hennar, greip yfir um mjaðmir henni og læsti fingrunum í klæði hennar eins og í lífsháska. Síðan lyfti hann andliti sínu upp til hennar, biðjandi og örvæntingarþrungnu — enn eitt andlit, sem hún hafði aldrei séð fyr, næstum hryllilegt í kröm sinni . . .« (bls. 315 — 316). Ekki getur að líta ömurlegri sjón mannlegrar eymdar og vesalmensku, andspænis hetjuþrótti og heiðarleika en þessa mynd. Þar er alt í senn: þróttleysi, hverflyndi, rótarskortur, ábyrgðartilfinning fyrir eigin athöfnum þurkuð út, en þó fram- ar öllu öðru bak við alt þetta: villimannleg ósvífni. Þetta er meira en sjúkdómsroði, þetta virðist óðatæring, sem miði að hnignun hvíta kynflokksins. Og útfærsla söguefnisins, það sem komið er hjá skáldinu, virðist vera á þá leið, að svona muni það nú réttast vera, enda er trúin á tilgangsleysið í baksýn. Hvað er það, sem þarna er dregið fram? Það eru ávextir siðleysis og villimensku, sem leiða til glæpa, segir Tolstoj (Kreutzer-sónatan). Hvað var Leo Tolstoj? Hann var ekki talsmaður enska fésýsluvaldsins. Hann var siðameistari, spek- ingur og eitt af mestu skáldum heimsins, og hann gróf fyrir »rætur mannlegra rneina* meir en nokkur annar maður á síð- ari öldum. Þorir S. E. að neita því? En ég skal nú ekki espa S. E. með neinu tali um siðleysi eða velsæmi. Það mun verka eins og rauður klútur. Eg skal víkja að því, hvernig herrar hins nýja tíma vilja láta þetta verka á vaxtarþrótt og sjálfs- tamningu æskunnar í landinu. Eg sagði, að skáldin gætu sveigt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.