Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 123
EIMREIÐIN
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
103
lösturinn er að éta hann upp til agna og veit að hann er glat-
aður, en vill ekki, getur ekki bjargað sér. . . . Hvílík eymd
herra, hvílík eymd! Þekkið þér nokkuð óskiljanlegra, meira
seiðandi, óljósara. Heyrið þér! Er nokkuð til dapurlegra af öllu
bví, sem snertir mannlegt eðli, en fátið, sem grípur mann-
inn, þegar hann stendur andspænis því, sem hefur vakið
niikla ástríðu hjá honum? Er nokkuð dapurlegra en þessar
skjálfandi hendur, þessi riðandi hné, þessar skældu varir, öll
þessi vera, sem kvelst af miskunarlausri þörf til þess að full-
næ9Ía innri tilfinningu? Heyrið þér, er nokkuð til dapurlegra
á jörðunni? Er nokkuð það til? . . .
læja! herra, frá þessu kvöldi fann ég, að ég var tengdur
v*náttuböndum við þennan ræfil. Ég var orðinn vinur hans.
Hversvegna? Hvaða dularfullur skyldleiki batt okkur saman?
Hvaða hugboð um það, sem yrði? Ef til vill var það löstur
kans, sem var farinn að hafa vald yfir mér, án þess að ég
'Sæti veitt því mótstöðu. Eða það hefur þá verið ógæfa hans,
Se*n var jafnóhjákvæmileg og vonlaus og mín ógæfa.
Eftir þetta kvöld, sá ég hann næstum á hverju kvöldi.
kfann kom og sótti mig, hvar sem var. Hann beið mín við
skrifstofudyrnar, hann beið mín heima hjá mér, í stiganum
að nóttu til. Hann bað mig ekki um neitt. Hann gat jafnvel
ekki látið augun tala fyrir sig, af því að það voru gleraugu
%rir þeim. En mér nægði að horfa á hann, til þess að skilja.
kiann brosti með sínu vanabrosi, sem var sljótt og krampa-
kent, og hann beið, án þess að biðja um nokkuð. Ég hafði
ekki skap í mér til þess að rísa á móti honum, auðmýkja
kann, reka hann í burtu eða vera strangur á svipinn og
skamma hann. Var ég þá búinn að gangast undir ok hjá
"Vjurn harðstjóra? Átti Giulio Wanzer þá eftirmann? Mér
ianst návist hans oft kveljandi, hræðilega kveljandi, og samt
sem áður gerði ég ekkert til þess að losna við hann. Stund-
nni var hann svo hlægilega og sorglega blíður í sér, að ég
fékk sting fyrir hjartað. Dag nokkurn sagði hann við mig og
skældi sig í framan eins og krakki, sem ætlar að fara að
Sfáta:
»Hversvegna kallar þú mig ekki pabba?«
Eg vissi að hann var ekki faðir Ginevru, að börn konu