Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Page 124

Eimreiðin - 01.01.1933, Page 124
104 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO EIMREIÐIN hans voru ekki börn hans. Vafalaust var honum ekki síður kunnugt um það en mér. En ég kallaði hann pabba, þegar enginn heyrði til okkar, þegar við vorum einir, þegar hann þurfti huggunar við. Hann sýndi mér oft marblett, merki eftir högg, til þess að vekja meðaumkun mína, hann hegðaði sér þá eins og betlarar, þegar þeir sýna líkamslýti eða sár, til þess að þeim sé gefin ölmusa. Af tilviljun komst ég að því, að sum kvöld stóð hann á götunni á þeim stöðum, sem dimmast var, og bað um ölmusu, með lágri röddu. Hann gerði það klókindalega og án þess að eftir honum væri tekið. Hann gekk þá við hliðina á veg- farendum, yzt úti á brautarbrúninni. Kvöld eitt kom til mín maður á horninu á Trajans-torginu. Hann tautaði: »Ég er atvinnulaus verkamaður. Eg er næstum því blindur. Eg á fimm börn, sem hafa ekki bragðað vott né þurt í tvo sólarhringa. Gefið þér mér nokkra aura, svo að ég geti keypt brauðbita handa þessum vesalings dýrum algóðs guðs. . . .« Eg kannaðist jafnskjótt við rödd hans. En hann sem var í sannleika næstum blindur, þekti mig ekki í myrkrinu. Og ég hraðaði mér í burtu, ég flýði í burtu, af því ég óttaðist, að hann kynni að þekkja mig. Hann hikaði ekki við að fremja hvaða svívirðingu sem var, ef hann að eins náði í eitthvað til þess að fullnægja hinum kveljandi þorsta sínum. Eitt sinn var hann á stjái í herbergi mínu. Eg var nýkominn frá skrif- stofunni og var að þvo mér. Eg hafði lagt frá mér vestið og treyjuna. í vestisvasanum hafði ég skilið eftir úrið mitt, lítið silfurúr, minjagrip frá föður mínum sáluga. Eg stóð bak við- bretti og var að þvo mér. Og ég heyri að Battista er á ein- hverju óvanalegu stjái í herberginu, það er eins og hann sé órólegur. Eg spyr: »Hvað eruð þér að gera?« Hann svarar með óeðlilegum flýti og dálítið breyttri röddu: »Ekkert. Hvað er að?« Hann kemur hlaupandi til mín bak við brettið og er ó- sköp vinalegur. Ég fer aftur í fötin, og við förum út úr herberginu. Þegar ég er kominn niður stigann, þreifa ég í vestisvasanum eftir úrinu, til þess að vita hvað klukkan sé. Það er þar ekki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.