Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 124
104
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
hans voru ekki börn hans. Vafalaust var honum ekki síður
kunnugt um það en mér. En ég kallaði hann pabba, þegar
enginn heyrði til okkar, þegar við vorum einir, þegar hann
þurfti huggunar við. Hann sýndi mér oft marblett, merki
eftir högg, til þess að vekja meðaumkun mína, hann hegðaði
sér þá eins og betlarar, þegar þeir sýna líkamslýti eða sár,
til þess að þeim sé gefin ölmusa.
Af tilviljun komst ég að því, að sum kvöld stóð hann á
götunni á þeim stöðum, sem dimmast var, og bað um ölmusu,
með lágri röddu. Hann gerði það klókindalega og án þess
að eftir honum væri tekið. Hann gekk þá við hliðina á veg-
farendum, yzt úti á brautarbrúninni. Kvöld eitt kom til mín
maður á horninu á Trajans-torginu. Hann tautaði:
»Ég er atvinnulaus verkamaður. Eg er næstum því blindur.
Eg á fimm börn, sem hafa ekki bragðað vott né þurt í tvo
sólarhringa. Gefið þér mér nokkra aura, svo að ég geti keypt
brauðbita handa þessum vesalings dýrum algóðs guðs. . . .«
Eg kannaðist jafnskjótt við rödd hans. En hann sem var í
sannleika næstum blindur, þekti mig ekki í myrkrinu. Og ég
hraðaði mér í burtu, ég flýði í burtu, af því ég óttaðist, að
hann kynni að þekkja mig. Hann hikaði ekki við að fremja
hvaða svívirðingu sem var, ef hann að eins náði í eitthvað
til þess að fullnægja hinum kveljandi þorsta sínum. Eitt sinn
var hann á stjái í herbergi mínu. Eg var nýkominn frá skrif-
stofunni og var að þvo mér. Eg hafði lagt frá mér vestið og
treyjuna. í vestisvasanum hafði ég skilið eftir úrið mitt, lítið
silfurúr, minjagrip frá föður mínum sáluga. Eg stóð bak við-
bretti og var að þvo mér. Og ég heyri að Battista er á ein-
hverju óvanalegu stjái í herberginu, það er eins og hann sé
órólegur. Eg spyr:
»Hvað eruð þér að gera?«
Hann svarar með óeðlilegum flýti og dálítið breyttri röddu:
»Ekkert. Hvað er að?«
Hann kemur hlaupandi til mín bak við brettið og er ó-
sköp vinalegur.
Ég fer aftur í fötin, og við förum út úr herberginu. Þegar
ég er kominn niður stigann, þreifa ég í vestisvasanum eftir
úrinu, til þess að vita hvað klukkan sé. Það er þar ekki.