Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Side 136

Eimreiðin - 01.01.1933, Side 136
116 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO EIMREIÐIN dapran mín vegna, en vegna sonarins, sem var ekki fæddur ennþá. Mér virtist sem eitthvað af þessari smán, af þessari andstygð, hlyti að festast við hann, hlyti að saurga hann. Skiljið þér viðbjóð minn? Dag nokkurn var ég fádæma kjarkmikill. Tortrygnin kvaldi mig þá meira en að venju, svo að ég hafði kjark í mér til þess að tala. Ginevra var úti við gluggann. Eg man eftir því, að það var Allraheilagramessa. Klukkurnar hringdu, sólin skein á glugga- kistuna. Sólskinið er í rauninni það dapurlegasta, sem til er í heiminum. Er það ekki skoðun yðar? Sólskinið hefur alt af látið hjarta mitt þjást. í öllum beiskustu minningum mínum er dálítið af sólskini, gul rák, eins og á líkklæðum. í bernsku var ég skilinn eftir einn í nokkrar mínútur í herbergi, þar sem lík systur minnar lá í rúmi með blómsveiga alt í kringum sig- Mér virðist sem ég sjái það ennþá, þetta vesalings, föla and- lit, hrukkótt af bláleitum skuggum. Andlit Ciros átti eftir að líkjast því svo mjög síðustu augnablikin, sem hann lifði. Æ, hvert var ég kominn? Systir mín, já, systir mín Iá í rúminu innan um blómsveigana. ]á, það sagði ég. En hvert var ég að fara? Lofið mér að hugsa mig ögn um . . . ]á, ég gekk skelfdur að glugganum. Hann var lítill og vissi út að húsagarði. Það virtist sem enginn byggi í húsinu hinumegin. Þaðan heyrðist engin mannleg rödd, þar var algerð kyrð. En á þakinu heyrðist sífelt, endalaust og þreytandi vængjablak í sæg af spörfuglum, og niður dndan þakinu og rennunni skein óheillavænleg sólskinsrák, gul rönd, — sem maður fékk of- birtu í augun af að horfa á. Hún var ótrúlega björt í gráum skugganum á gráum veggnum. Eg þorði ekki framar að snúa mér við. Eg starði frá mér numinn á gula rákina, og bak við mig fann ég, skiljið þér, jafnframt því að mig suðaði í eyr- un af hinu mikla vængjataki, fann ég til þessarar hræðilegu þagnar í herberginu, þessarar nístandi þagnar, sem hvílir yfir líkum . . . Æ, herra, hversu oft á æfinni hef ég ekki séð aftur þessa dapurlegu sólskinsrák! Hversu oft! En um hvað var verið að ræða? Eg sagði að Ginevra hefði verið við gluggann. Klukkurnar hringdu, sólin skein inn í her-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.