Eimreiðin - 01.01.1933, Page 136
116
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
dapran mín vegna, en vegna sonarins, sem var ekki fæddur
ennþá. Mér virtist sem eitthvað af þessari smán, af þessari
andstygð, hlyti að festast við hann, hlyti að saurga hann.
Skiljið þér viðbjóð minn?
Dag nokkurn var ég fádæma kjarkmikill. Tortrygnin kvaldi
mig þá meira en að venju, svo að ég hafði kjark í mér til
þess að tala.
Ginevra var úti við gluggann. Eg man eftir því, að það var
Allraheilagramessa. Klukkurnar hringdu, sólin skein á glugga-
kistuna. Sólskinið er í rauninni það dapurlegasta, sem til er í
heiminum. Er það ekki skoðun yðar? Sólskinið hefur alt af
látið hjarta mitt þjást. í öllum beiskustu minningum mínum er
dálítið af sólskini, gul rák, eins og á líkklæðum. í bernsku
var ég skilinn eftir einn í nokkrar mínútur í herbergi, þar sem
lík systur minnar lá í rúmi með blómsveiga alt í kringum sig-
Mér virðist sem ég sjái það ennþá, þetta vesalings, föla and-
lit, hrukkótt af bláleitum skuggum. Andlit Ciros átti eftir að
líkjast því svo mjög síðustu augnablikin, sem hann lifði.
Æ, hvert var ég kominn? Systir mín, já, systir mín Iá í
rúminu innan um blómsveigana. ]á, það sagði ég. En hvert
var ég að fara? Lofið mér að hugsa mig ögn um . . . ]á,
ég gekk skelfdur að glugganum. Hann var lítill og vissi út
að húsagarði. Það virtist sem enginn byggi í húsinu hinumegin.
Þaðan heyrðist engin mannleg rödd, þar var algerð kyrð. En
á þakinu heyrðist sífelt, endalaust og þreytandi vængjablak í
sæg af spörfuglum, og niður dndan þakinu og rennunni skein
óheillavænleg sólskinsrák, gul rönd, — sem maður fékk of-
birtu í augun af að horfa á. Hún var ótrúlega björt í gráum
skugganum á gráum veggnum. Eg þorði ekki framar að snúa
mér við. Eg starði frá mér numinn á gula rákina, og bak við
mig fann ég, skiljið þér, jafnframt því að mig suðaði í eyr-
un af hinu mikla vængjataki, fann ég til þessarar hræðilegu
þagnar í herberginu, þessarar nístandi þagnar, sem hvílir yfir
líkum . . .
Æ, herra, hversu oft á æfinni hef ég ekki séð aftur þessa
dapurlegu sólskinsrák! Hversu oft!
En um hvað var verið að ræða? Eg sagði að Ginevra hefði
verið við gluggann. Klukkurnar hringdu, sólin skein inn í her-