Eimreiðin - 01.01.1933, Síða 142
EIMREIÐIN
KENSLUBÓK í ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI HANDA ALÞÝÐUSKÓL-
UM eftir Jónas Guðmundsson, Rvík 1932 (Bóliav. Guðm. Gamalfelsson-
ar). 64 síður. Verð: 2 kr.
Hingað til hefur lílið verið skrifað um almenna þjóðfélagsfræði á ís-
lenzka tungu. Það er því full áslæða lil að veita hverju því, er birtist
um þetta efni, jafnvel þótt í smáu sé, nokkurn gaum. Ahugi almennings
hér á landi fyrir félagsfræði og hagfræði virðist heldur vera að glæðast.
Er það í fullu samræmi við anda núfímans og hina vaxandi ábyrgð, sem
hvílir á almenningi bæði í viðskifta- og stjórnmálum. Þeir, sem standa
að fræðslustarfsemi þjóðarinnar, hafa þá einnig skilið rétt hlutverk
fræðslustofnananna í þessum efnum, með því að gera félagsfræði og hag-
fræði að skyldunámsgreinum við suma af skólum landsins. Þó að hér sé
ekki um nema Iítinn og óíullkominn vísi að ræða, er það samt spor í
rétta átt. En vér þurfum að stefna að því, að þessar fræðigreinar eign-
ist einnig vígðan reit í æðstu mentastofnun vorri, hinni einu vísindastofn-
un landsins, háskólanum. — Hér, eins og í öðrum fræðigreinum, hefur
stjórn fræðslumála vorra og aðra starfsmenn þjóðarinnar á þeim vettvangi
vantað nægan skilning á nauðsyn þess, að almenningur og æskulýður
skólanna eigi greiðan aðgang að viðunandi fræði- eða kenslubókum á
sínu eigin máli. Sá áhugi fyrir góðu málefni og sú viðleitni til að verða
meðbræðrum sínum að liði, sem lýsir sér hjá höfundum og útgefendum
slíkra bóka með útgáfu þeirra, er þeim mun Iofsverðari. A það einnig
við um þetta litla kver, sem hér um ræðir.
Þar sem um er að ræða svo litla bók, sem fjallar um jafnyfirgrips-
mikið efni og þessi, getur naumast hjá því farið, að hún sé bæði nokk-
uð ófullkomin og ófullnægjandi. Einmitt þess vegna þykir mér ekki hlýða
að leggja fram sundurliðaðan dóm um hana. Því er þó ekki að leyna,
að málinu er allábófavant. Er það náttúrlega afarmikill ókostur á hverri
bók, en ekki sfzt þeim, sem sérstaklega eru sniðnar fyrir æskulýðinn,
sem eiga að vera nokkurskonar stafrófskver í þeirri fræðigrein, er þær
fjalla um. Einnig hefði niðurröðun efnisins getað farið betur úr hendi.
Hún er bæði næsta óskýr, en þó sérstaklega hvergi nærri rökrétt. ■
Ég ætla heldur ekki að rekja hér efni bókarinnar. í staðinn fyrir það