Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 15
ISIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
247
halda þjóð sinni utan við styrjöldina og hefur tekist það enn
sem komið'er.
Þannig hafa vonirnar um frið verið að dofna og vissan um
stríð að styrkjast allan tímann síðan fyrst kom til vopnavið-
skifta um mánaðamótin síðustu.
Og nú blasir bölheimur heimsstyrjaldarinnar við sjónum.
Bretar hafa miðað allar hernaðarráðstafanir sínar við það,
að stríðið standi að minsta kosti í þrjú ár. Og Hitler hefur
látið svo um mælt, að Þýzkaland geti haldið út, jafnvel þótt
styrjöldin standi í sjö ár. Atburðirnir í ófriðarlöndunum ger-
ast með þeim hraða, að útvarp og blöð hafa varla við að til-
bynna fréttirnar. Þegar þetta er ritað eru litlar líkur til annars
en að styrjöldin geisi áfram og verði æ ægilegri og tryltari
eftir því sem lengra líður frá upphafsþætti hennar þessa
eftirminnilegu septemberdaga, síðan Þjóðverjar hófu herferð
sbia inn í Pólland.
Nýtt tæki til tortímingar.
Talið er að innan fárra mánaða muni vísindamönnum tak-
ast að framleiða nýtt sprengiefni til hernaðarþarfa, og muni
það verða miljón sinnum sterkara en dýnamit. Frá þessu
skýrir ritstjóri tímaritsins Discoverij, í grein í ritinu nú í sept-
ember. Það er ekkert leyndarmál, segir ritstjórinn, að á efna-
1 Junsóknastofum bæði í Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Frakk-
bindi og Englandi hefur verið unnið síðan í vor, með hita-
sóttarkendum ákafa, að því að framleiða þetta efni. Ef það tekst,
bieytist allur hernaður á svipstundu. í Bandarikjunum varð
eölisfræðingum svo mikið um út af þessum tilraunum, að þeir
sendu fulltrúa sinn á fund Roosevelts, forsetans í Hvíta hús-
lnu> bl þess að ræða við hann um málið. Síðan eru þrír mán-
nðii. Það er frumefnið úranium, sem aðallega er notað við
'essar tilraunir til að framleiða hið nýja sprengiefni.
Hvað verður svo, ef nýtt tortímingartæki, margfalt sterkara
611 liau> seni nú eru kunn, lendir í höndum herstjórna stór-
'eldanna? Svarið er ekki hughreystandi. Eina vonin er að enn
lagist sem lengst að framleiða slíkt tæki til tortímingar. Enn
tendur mannkynið áreiðanlega ekki á því þroskastigi, að það