Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 37
eimkeiðin
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
269
stór loftsvöl herbergi til varnar í miðsumarhitunum, fjallaloft
°g friður fyrir moskito-flugum — og svo útsýnið.
Og hvílíkt útsýni! Það breyttist með hverjum degi, og án
Þess að við þyrftum að hreyfa okkur frá húsinu birtist það
eins og stöðug leiksviðsbreyting: öll ánægja ferðalagsins án
erfiðleika þess. Haustdagar, þegar allir dalirnir voru fullir af
þoku og tindar Appeninafjallanna gnæfðu dimmleitir upp úr
sléttu hvítu stöðuvatni. Dagar, þegar þokan teygði sig upp á
hæðina til oklcar og hjúpaði okkur mildri gufu sinni, og þoku-
ht olíuviðartrén í brekkunni fyrir framan gluggana okkar
virtust eins og hverfa inn í sína eigin andlegu táknmynd
1 móðunni. Hið eina fasta og mótaða i þessum litla þokuheimi,
sem við vorum lokuð inni í, voru tvö há, svört lcýprestré, sem
u^u á lítilli snös hundrað fetum fyrir neðan okkur. Gildvax-
lu» svört og með greinilega afmörkuðum útlimum stóðu þau
barna, tvíburasúlur Herkúlesar við yztu mörk hins bygða
heims; handan við þau var aðeins bleikfölt skýþykni og
kringum þau aðeins þokukend olíuviðartrén.
Þetta var um vetrardaga. En svo voru það vor- og haustdag-
ar> heiðbjartir dagar, óumhreytanlegir — eða sýnu dásamlegra
niargbreytilegir i umgjörð hvítra fljótandi risaskýja, sem
hvelfdust eins og snjóhaf upp af snæviþöktum fjarlægum
hiöllum og breiddust yfir heiðbleikan himinblámann eins og
Voldugir hetjuleikarar. Hátt uppi í himinhvolfinu bárust þessir
hvelfdu hjúpar fyrir vindi, eins og svanir eða eins og marmara-
niyndir ljósvakans, mótuð og yfirgefin skyndismið guðanna, —
sem höfðu orðið þreyttir af að skapa, næstum því áður en þeir
hyrjuðu, — og öðluðust ný form við svefnþrungna hreyfinguna.
^ólin kom og fór bak við þá, og bærinn í dalnum fölnaði og
hvarf næstum í skuggann, eða glóði líkt og frá innra ljósi, eins
°g voldugur gljáfægður gimsteinn á milli hæðanna. Ef litið
Var svo þvert yfir næsta þverdal, sem liðaðist frá rótum hæð-
ai'innar þar sem við áttum heima, niður að ánni og áfram yfir
|agan dimman hrygg, þar sem San Miniato kirkjan með turn-
Jnum stóð á yztu snösinni, þá mátti sjá hina voldugu dóm-
hirkju hvíla loftkenda á grannvöxnum múrum sínum, hinn
ferstrenda injóslegna klukkuturn, oddhvassa turnspíru Santa
Croces og hvelfdan turn ráðhússins, gnæfa yfir lágreista húsa-