Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 98
330
RYKIÐ AF VEGINUM
EIMREIÐIN
Hamborg. í stað þess að tala um kvenfólkið í Hamborg, hélt
hann langar ræður um ágæti fósturjarðarinnar, og íslenzku
stúlkurnar höfðu vaxið stórlega í áliti hjá honum síðan uin
daginn.
— Þeir, sem hafa flækst í útlöndum, sagði hann, vita bezt,
hvað það er gott að vera heima. ...
— Ég legg nú ekki mikið upp úr þessum útlöndum, sagði
Stina.
—■ Það er gaman að vera þar stundum, sagði kokkurinn.
En það er ekki gaman að vera þar altaf. ...
—- Gaman? Það getur vel verið, að það sé gaman að flækj-
ast innan um þesskonar óþjóðalýð fyrir þá, sem hafa enga sál.
— Hef ég enga sál? spurði kokkurinn.
— Jú, sagði Stína og brosti til hans. Þú hefur sál. Þú hefur
stóra sál.
— Ég er líka trúaður, sagði kokkurinn.
— Já, sagði Stína. Þú ert trúaður. Þú ert mjög trúaður.
— Og þii ert so hold und schön und rein, sagði kokkurinn
og faðmaði hana að sér.
— Æ-æ, skrækti Stína. Hættu þessum látum! Þá mátt ekki
trukka mig svona mikið ...
Ljóshærða stúlkan lagði ekki orð i belg. Henni kom ekki til
hugar að blanda sér inn í leyndarmál annara. Leyndarmál
hennar sjálfrar voru nægilegt umhugsunarefni.
Eitt sinn hafði hana dreymt um íturvaxinn riddara í skraut-
legum litklæðum. Hann kom þeysandi yfir holt og hæðir. Hún
heyrði jódyninn í miklum fjarska og gekk á móti honum. Hann
tók hana með sér, reiddi hana fyrir framan sig — og þau
riðu á brott, inn í hillingalönd framtíðarinnar.
f dag er hún hinsvegar venju fremur óstyrk í höndununi-
Hún er þegar búin að mölva tvö dýrmæt glös og einn dýrinaet-
an eggjabikar. Og krattíkratt! Steikarfatið rennur úr liönd-
um hennar og liggur í hundrað molum á gólfinu.
— Jeremías minn! hrópar Stína og baðar út handleggjun-
um. Ertu eitthvað hinsegin, Dísa min? Hvað heldurðu að hexið
segi?
— Ég veit það ekki, tautar ljóshærða stúlkan og sópar sam-
an brotunum.