Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 96
328
RYKIÐ AF VEGINUM
EIMREIÐIN
— Ha? Förum hvert?
— Förum héöan, sagði hávaxna konan.
— En hvers vegna, elskan mín? Þetta er svo indæll staður.
— Ja, við förum héðan samt, sagði hávaxna konan þur-
lega. Ég kæri mig ekki um, að lifa af eintómri kássu dag eftir
dag.
— Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur, elskan mín.
Þetta hiýtur að lagast alt saman ...
— Nei, ég þekki þig, karl minn, sagði hávaxna konan. Við
förum á morgun. Verðið þér lengi hérna?
— Voruð þér að tala við mig? spurði ungi maðurinn.
— Verðið þér lengi hérna?
— Nei, sagði ungi maðurinn feimnislega. Ég fer á morgun.
— Það er eðlilegt, sagði hávaxna konan. Það getur enginn
lifað af þessari kássu dag eftir dag.
6.
Þegar þau komu út á mosavaxna drangann, lék rauður bjarmi
um tinda fjallsins og fljótið streymdi framhjá þeim, eins og
þegar þau sátu hérna um daginn.
Þau horfðu á álftirnar tvær, sem flugu upp úr leirkeldunum
fyrir handan og hurfu út í fjarlægðina, og þau horfðu á hina
löngu gagnsæju skugga í giljum, dældum og lautum.
— Ooo! sagði hann og greip utan um hana. Farðu varlega
Núna varstu hér um bil dottin.
— Var ég hér um bil dottin, sagði hún og vafði sig að honum.
— Já, þú ert svo bíræfin.
— Nei, sagði hún. Ég er ekki bíræfin.
Þau þögðu lengi. Kliður þrastanna ómaði um allan slcóginn.
Maríuerlan tístir. Stokköndin flýgur hratt um bláleita vor-
nóttina: Sass! Sass! Fyrr en varir er hún horfin.
— Ertu líftrygð? spurði hann alt í einu.
— Líftrygð, sagði hún. Nei, það er ég ekki.
— Þú ættir að líftryggja þig ...
— Hvers vegna?
— Hvers vegna, sagði hann og hafði svarið á reiðum liönd-
um: Það borgar sig margfaldlega. Ég hef eyðublöð með mér,
ef þú vilt líftryggja þig.