Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 115
eimreiðin
Stephan G. Stephansson: BRÉF OG RITGERÐIR. I., 1. Reykjavik 1938
(Hið islenzka Þjóðvinafélag).
ANDVÖKUR. Eftir Slephan G. Slephansson. VI. bindi. Reylcjavik 1938
(Bókaútg. Heimskringlu).
Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar munu kœrkominn lestur
eigi aðeins aðdáendum skáldsins, lieldur einnig öllum unnendum is-
lenzkra bókmenta, i einu orði sagt, hverjum þeim, sem ann sjálfstæði
1 hugsun og snild í stíl. Vitanlega verður að svo stöddu enginn fulln-
aðardómur kveðinn upp um bréf skáldsins og ritgerðir, þar sem liér
er einungis um að ræða helming fyrsta bindis, en alls er ætlast til, að
Eitsafn þetta verði þrjú bindi.
Glögt má þó sjá af þeim hluta fyrsta bindis, scm út er kominn, —
eins og þeir, er kunnugir eru öðrum verkum skáldsins, áttu fulla von
a — að óbundið mál hans verður eigi síður liinn mesti fengur islenzk-
um bókmentum og menningarsögu heldur en ljóð hans, því að bréf hans
e'ga bæði sögulegt og iiókmcntalegt gildi. Þau varpa björtu ljósi á frum-
hýlingslíf íslendinga vestan liafs, t. d. bréfin til Jónasar Hall, þar sem
Stephan segir frá fyrstu árunum í Alberta, en liann var þar sjálfur land-
uemi eins og alkunnugt er. Einnig bregða bréf skáldsins birtu á margt
1 félagsmálum íslendinga vestra frá þeim árum og á strauma og stefnur
1 andlegu lífi þeirra, bæði í trúmálum og þjóðmálum. En livorutveggja
(ét Steplian sig miklu skifta og vegur í bréfum sinum, eigi siður en
kvæðunum, djarft að veilunum og óheilindunum á báðum sviðum. Bréfin
ei'u birt í tímaröð, og er það heppilega ráðið, þvi að með þeim hætti
verður binn sögulegi fróðleikur þeirra samfeldastur og auðveldast að
tylgjast með ævi skáldsins og þroskaferli
Það fer að vonum, að bréfin eru ekki öll jafn verðmæt, þar sem hvergi
hefur verið felt úr. Þegar þeirri aðferðinni er fylgt, slæðist eðlilega sitt-
hvað af léttincti með. En flest bafa bréf þessi eittlivað til síns ágætis, og
alstaðar er á þeim liandbragð hins andríka og ritsnjalla skálds. Leiftur
frumlciks hans í orðalagi og samlíkingum bregða þar viða ljóma á hin
hversdagslegustu umtalsefni. Annarsstaðar beitir skáldið ritsnild sinni og
hjúpskygni á rök lífsins og bólunentaleg efni, og gneistar þá tiðum af
°rðum hans. En afstaða Stephans. til bókmentanna og annara skálda