Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 57
EIM REIÐIN
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
289
„Fellur þér hann betur í geð?“ spurði ég.
Hann hristi höfuðið. „Nei, ekki beinlínis. En hann er léttari."
„Léttari?“ Mér fanst undarlegt að viðhafa einmitt það orð
uni Bach.
„Ég skil liann betur.“
Dag nokkurn, þegar hljómleikarnir stóðu sem hæst, var
signoru Bondi vísað inn í stofuna. Hún fór undir eins að ausa
yiir drenginn blíðu sinni, kyssa hann, klappa á kollinn á hon-
uni og hæla honum á hvert reipi fyrir það, hvað hann væri
fallegur. Guido færði sig frá henni.
„Og þér þykir gaman að hljómlist?“ spurði hún.
Hann kinkaði kolli.
„Ég held, að hann hafi ríka hljómlistargáfu,“ sagði ég. „Að
nnnsta kosti hefur hann aðdáanlega næmt eyra og skarpa
gagnrýnisgáfu á hljómlist. Eg hef aldrei fyrir hitt annað eins
Bá barni á hans aldri. Við ætlum að leigja handa honum
Píanó til að æfa sig á.“
En ég bölvaði sjálfum mér fljótlega fyrir þessa óheppi-
le§u hreinskilni, því að signora Bondi fullvissaði okkur strax
uni, að ef henni yrði trúað fyrir uppeldi barnsins, mundi hún
utvega honum beztu kennara, þroska hljómlistargáfu hans,
gera úr honum fullkominn maestro1) — en þangað til yrði
hann undrabarn. Og ég er viss um, að á þessu augnabliki sá
hún sjálfa sig sitja á bak við stóran Steinway-flygil, móð-
Urlega, klædda svörtu atlaski og skreytta perlum, á meðan
Ouido, englum lfkur, klæddur eins og Fauntleroy, litli lá-
varðurinn, spilaði Chopin og Liszt fyrir fullum sal af fagn-
andi áheyrendum. Hún sá blómvendina og allar blómaskreyt-
uigarnar, heyrði l'agnaðarlætin og hin fáu velvöldu orð, sem
aldraðir maestri — tárum næst af hrifningu — mundu fagna
Uleð komu litla snillingsins. Henni varð nú meira uinhugað
Um en nokkru sinni fyr að ná í barnið.
„Hún var í meira lagi græðgisleg, þegar þú sleptir henni,“
Sagði Elísabet, þegar signora Bondi var farin. „Það er víst
lezt, að þú segir henni næst, að þér hafi skjátlast, og að
Urengurinn hafi alls enga tónlistarhæfileika."
O Þ. e. nicistara.
19