Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 99
eimreiðin
RYKIÐ AF VEGINUM
331
•— Hún verður alveg band-sjóðandi-vitlaus, upplýsir kokk-
urinn.
■— Já, hún sleppir sér, samþykkir Stína. Hún þarf nú minna
til að sleppa sér.
Þjónninn stingur sínum gljákembda kolli inn í eldhúsið:
— Þrír eru að fara með áætlunarbílnum, segir hann. Sex
uýir koma í kvöld.
'— Áætlunarbíllinn að fara! Ljóshærða stúlkan hrekkur við
°g hættir að sópa saman glerbrotunum. Hún strýkur krymp-
urnar úr svuntunni sinni í flýti og hleypur út úr eldhúsinu.
En hún kemur of seint. — Hann kvaddi mig ekki, hugsar hún
°g horfir eins og dáleidd á eftir bílnum, hvar hann brunar yfir
brúna, brunar suður þjóðveginn og fjarlægist óðum.
Á þessari stundu man hún ekki eftir því, að hún er nýbúin
uð líftryggja sig fyrir fimmtán hundruð krónur — af einskærri
skyldurækni við ættingjana. Sömuleiðis er hún búin að borga
arsiðgjaldið fyrirfram í beinhörðum peningum, svo að hún á
ekki grænan eyri eftir í buddunni sinni.
Á þessari stundu man hún aðeins eftir tiglóttu sokkunum
hans og hinum sérkennilegu brúnu leðurstígvélum. — Hún
heldur áfram að stai'a í suður, þótt áætlunarbíllinn sé horfinn
kak við leitið og gráir rykstrókarnir hjaðnaðir fyrir löngu.
Ég hefði átt að snúa við um kvöldið, hugsar hún, og alt
rennur í formlausa mózku fyrir augum hennar. En innan úr
g^stihúsinu hljómar þjóðsöngur sumarsins:
... Hvenær má ég klerkinn panta,
kjarkinn iná ei vanta, vanta!
Ó, Jóscp! Jósep! Nefndu daginn þann!
Og fljótið streymir framhjá, djúpt og blátt. Þannig streymdi
það framhjá á leið til sjávar löngu, löngu áður en mennirnir
lögðu veginn norður yfir.