Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 102
334
F0RNRITAÚTGÁF.4N
EIMREIÐIN
sem þjóðin stendur í við þá snillinga, sem færðu beztu forn-
rit vor í letur. Nöfn flestra þeirra eru fallin í gleymsku, svo
við getum því ekki reist þeim minnisvarða á venjulegan hátt,
svo sem verðugt væri. En hitt ætti okkur ekki að vera ofviða
að gefa rit þeirra út, svo að sómi sé að, og þannig að lesendur
hafi efnisins sem bezt not. Sá þakkarvottur mundi þeim senni-
lega einnig kærastur.
Það var hinsvegar augljóst, að útgáfa, sem fullnægði framan-
greindum kröfum, hlaut að kosta mikið fé og ritin því að verða
dýr, nema hár styrkur fengist til útgáfunnar, t. d. frá ríkinu.
En jafnvel þó ekki yrði unt að selja ritin svo ódýrt að hver
maður gæti eignast þau, áttu hinir einnig að geta haft þeirra
nokkur not fyrir milligöngu lestrarfélaganna, skólanna o. fl*
Það varð því að ráði að gera tilraun með slíka útgáfu, og í því
skyni var Fornritafélagið stofnað. En þá þótti sjálfsagt að
vanda hana einnig að ytra búningi, prýða hana með myndum
og kortum, sem einnig væru lesendum til skilningsauka, —
vanda prentun og pappír sem mest og ganga yfirleitt eins vel
frá útgáfunni og kleift væri kostnaðar vegna.
Ég hef nú rakið höfuðástæðurnar til þess, að ráðist var i
að stofna Fornritafélagið, og lýst þvi hlutverki, sem félaginu
var ætlað að vinna.
En hvernig hefur því svo tekist að leysa þetta hlutverk sitt
af hendi? Um það liggur fyrir vitnisburður hins bókfróðasta
íslendings, sem nú er uppi, prófessors Halldórs Hermannsson-
ar. Hann segir svo í nýútkomnum ritdómi um Fornritin, þar
sem hann víkur meðal annars að þátttöku íslendinga í heims-
sýningunni i New York nú í sumar: „En hvaða bækur ætla
íslendingar að sýna þar, sem vakið geti nokkra athygli þeirra
miljóna manna, sem búist er við að sæki sýninguna? ... Það
er einungis eitt ritsafn, sem mér finst geta komið til greina að
sýna þar, hæði vegna innihalds og frágangs, og það eru Islenzk
fornrit“ ... Ennfremur má vísa til ritdóma ýmissa innlendra
og erlendra fræðimanna, og yrði það of langt mál að rekja
ummæli þeirra hér.