Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 114
346
SVEFNFARIR
EIMREIÐIN
fleiri, lifandi eða framliðin,
nær að komast í snertingu við
ljósvakalíkamann gegnum
geðlikamann. Um hald er oft
getið í Ritningunni, og á öll-
um öldum hefur sú trú verið
ríkjandi, að sumir menn væru
haldnir af illum öndum. Dá-
svæfðir menn geta lýst mjög
nákvæmlega þessum truflun-
um í bliki manna, en blikið er
ljóssveiflur þær, sem ganga út
frá ljósvakalíkama mannsins
og í gegnum geðlíkama hans.
Sanngildi þessara lýsinga dá-
svæfðra manna á geðtrufluð-
um sjúklingum styrlcist mjög
við það, að eftir að sjúkling-
arnir hafa hlotið lengri eða
skemmri læknisaðgerð og tek-
ist hefur að nema burt geðbil-
un þeirra, hald eða truflun,
lýsir dásvæfður maður bliki
þeirra þannig á eftir, að nú sé
það heilt, en sjá megi ör eða
far eftir raufar eða „tár“, sem
hafi verið í því áður.
Með sérstökum kraft-
hleðslu-aðferðum er hægt að
láta geðlikamann þenjast út
og dragast saman, og sé þeim
aðferðum beitt á skynsamleg-
an hátt, geta þær orðið til mik-
ils gagns og blessunar fyrir þá,
sem geðsjúkir eru og þjáðir.
Ef ég hefði fyrir tuttugu ár-
um sagt yður, að með smátæki
gætuð þér heyrt rödd, hljóð
eða tónlist í Ástralíu eða Ame-
ríku heim i stofu til yðar, þá
munduð þér hafa talið þetta
eins og hverja aðra vitleysu.
Þó er þetta nú hreinn og ó-
mengaður veruleiki. Það sem
ég hef nú verið að segja yður
um geð- og ljósvakalíkamann
og ferðalög í geðheimum, er
ennþá stórkostlegri vísinda-
legur veruleiki, því öll ferð-
umst vér um geiminn þegar
vér sofum. Af þvi stafa draum-
ar vorir, að eitthvað síast inn í
dagvitund vora af því, sem vér
höfum verið að starfa, þegar
vér sofum og förum svefnför-
um um hin ómælanlegu svið
andans.
[Hér lýkur köflum þeim úr bókinni Sleeping Through Space, eftir enska
lækninn Alexander Cannon, sem liófust í 4. hefti Eimreiðarinnar 1938,
en síðar mun Eimreiðin að öllu forfallalausu flytja fleiri þýdda kafla ur
bókum hans.]