Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 93
EIMREIDIN
RYKIÐ AF VEGINUM
325
— Það er ekkert smáræði af vatni, sem rennur hérna fram-
hjá okkur á hverri mínútu, sagði hann og benti á fljótið. Það
myndi fylla fáeinar þriggjapelaflöskur! Híhí!
Ljóshærða stúlkan þagði.
— Sko! sagði hann, stóð á fætur og gekk fram á blábrún
drangans. Sjáið þér bara!
— Hvað er það? spurði hún, stóð líka á fætur og gekk fram
a blábrún drangans. — Hvað er það? endurtók hún og star-
blíndi niður í hyldýpið.
— Ooo! Hann greip utan um hana og kipti henni til baka.
bað munaði minstu, að þér skylluð ekki niður í vatnið!
— Hvernig þá? spurði hún.
— Það er hættulegt að stara lengi í hringiðuna. Þér voruð
Lirin að hallast fram yfir yður. Þér voruð alveg að missa
jafnvægið!
Hann hélt ennþá utan um hana, og þegar hún hafði sann-
Íífirst um, að hann hafði bjargað henni úr raunverulegri lífs-
hættu, þá sagði hún:
— Jesús minn góður! Ég hefði átt að snúa við áðan og fara
heim ...
~~ Nei, hver skollinn, hrópaði hann og slepti henni.
Hvað er það? spurði hún.
Þetta er afskaplega einkennilegur fugl, sagði hann titr-
andi af spenningu og benti upp í skógarhvamminn.
Fugl?
Já, það settist heljarstór fugl þarna. Hann var biksvartur
°g með hvít gleraugu.
Gleraugu? sagði hún og vissi hvorki í þennan heim né
aanan.
~~ Já, sem ég er lifandi maður! Við skulum koma!
Hann greip í hönd hennar, og þau hlupu upp í hvamminn.
Hn þar voru aðeins tveir sakleysislegir spóar, sem flugu vell-
andi á brott, og einn syfjaður jaðraki, sem söng vúddavúdd
°g ilaug sömuleiðis út í buskann. Enginn þeirra hafði gleraugu.
Hvar er skrítni fuglinn? spurði hún gletnislega.
Lngi maðurinn skimaði i allar áttir, sagði síðan hálf-vand-
r*ðalega: — Hann hefur liklega flogið eitthvað lengra.
Skrítni fuglinn? sagði hún hlæjandi.