Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 49
EIMREIÐIN
litli stærðfræðingurinn
281
En í dag var enginn viðsjárverður glainpi í þeim. Hann kom
ekki til þess að hafa út úr okkur fé eða eitthvað þvílíkt — að-
eins ráð, vöru, sem hann vissi, að öllum er meira en ljúft að
láta af hendi. En hann leitaði ráða í máli, sem var í fylsta
niáta vandasamt: Signora Bondi. Carlo hafði oft kvartað
undan henni við olckur. Gamli maðurinn var ágætur, sagði
hann okkur, hreinasti öðlingur og mjög vingjarnlegur, sem
væntanlega hefur meðal annars átt að þýða það, að auðvelt
væri að leika á hann. En konan hans ... Já, konan var rán-
dýr. Og hann gat sagt okkur sögur af óseðjandi græðgi hennar:
hún krafðist altaf meira en helmingsins af landbúnaðarafurð-
unum, sem eigandanum bar samkvæmt lögunum uin leigurétt-
>ndi. Hann kvartaði undan tortrygni hennar. Hún ásakaði
hann sífelt um undanbrögð, já, blátt áfram þjófnað — hann,
seni var heiðarleikinn sjálfur, og hann barði á brjóst sér.
Hann kvartaði undan skammsýnni nizku hennar. Hún vildi
ekki láta nóg fé fyrir áburði, vildi ekki kaupa nýja kú handa
honum, vildi ekki láta setja rafmagn í fjósið. Og við höfðum
vottað honum hluttekningu okkar, en með gætni og án þess
uð taka of ákveðna afstöðu til málsaðilja. Italir eru ákaflega
°rðvarir. Manni, sem er viðriðinn málið, segja þeir ekkert fyr
en þeir eru sannfærðir um, að það sé rétt og nauðsynlegt og
umfram alt örugt. Við höfðum búið nógu lengi á meðal þeirra
t'l að taka upp varkárni þeirra. Við vorum sannfærð um, að
Það, sem við sögðum við Carlo, mundi fyr eða síðar berast til
eyrna signoru Bondi. Það var ekkert unnið við það að gera
sambúð okkar við hana verri, að nauðsynjalausu — sennilega
>»undum við einungis missa 15% ennþá einu sinni.
í dag kvartaði hann ekki, en hann var í vandræðum. Að því
er virtist hafði signora Bondi beðið hann að finna sig og spurt
hann, hvað hann mundi segja, ef hún byðist til — orðalagið
var ákaflega ahnent og varlegt, eins og ítala er siður — að
Ættleiða Guido litla. Fyrsta hugsun Carlos hafði verið að hafna
l'essu algerlega. En slíkt svar hefði verið alt of ótvírætt. Hann
kaus heldur að segja, að hann skyldi hugleiða málið. Og nú
leitaði hann ráða hjá okkur.
Gerið það sem yður sjálfum sýnist réttast, var í stuttu máli
syar okkar. En við sögðum það þannig, að greinilega mátti