Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 31
EIMREIÐIN
HÁKARLAVEIÐAR Á STRÖNDUM
263
Sexróið hákarlaskip.
inu, um 150 faðma löng kaðallína, sem hringuð var niður á
svonefndan línuplitt, þ. e. trépall í barkanum. Annar plittur
^ar í skut, og var varaakkerið eða drekinn hafður þar.
Með hverju skipi voru fjórir vaðir og aukavaður hinn
firnti, sem nefndur var snílcja. Venjulega sátu aðeins fjórir
nienn undir vað, og voru valdir til þess hinir hepnustu og
veiðimestu af skipshöfninni. Vaðglöggir þurftu menn að vera,
ef straumur var og vaðinn bar langt frá, sem oft kom fyrir,
því þó reynt væri á 80—90 faðma dýpi, gat borið frá upp í
150—200 faðma, og nefndist það útburður. Var þá ilt að
finna hvort á kom eða eigi, en væri „sá grái“ ekki dreginn
strax, gat hann annað tveggja etið af beituna og farið svo
sina leið, eða aðrir hákarlar komu og átu hann, svo vað-
maðurinn dró aðeins hausinn, er upp kom.
Hverju skipi fylgdi áttaviti, er var í tvíhólfuðum trékassa,
sem nefndist náttliús.
1 öðru hólfi kassans var áttavitinn, en lampi eða kerti í
hinu. Milli hólfanna var glerrúða og eins yfir áttavitanum,
fil þess að hægt væri að sjá á hann í náttmyrkri.
Þegar komið var á miðin og skipið lagst, var það fyrsta
verk formannisns að setja niður kompásinn, sem svo var