Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 42
274
LITLI STÆRÐFRÆÐINGUIIINN
EIMREIÐIN
urðu þau að skrifa undir lagalega bindandi skjal, sem atö
fengum svo endursent. Það var ekki hægt að halda því fram,
eins og um almenn bréf, að þau hefðu ekki komist til skiia.
Við fórum að lokum að fá svör við umkvörtunum okkar.
Signora, sem skrifaði öll hréfin, byrjaði á því að segja okkur,
að dælan gæti auðvitað ekki unnið, þegar geymarnir væru
tómir vegna langvarandi þurka. Ég varð að ganga fimm kíló-
metra til þess að senda henni ábyrgðarbréf, sem átti að minna
hana á, að á þriðjudaginn í síðustu viku hefði verið þruinu-
veður og stórrigning, og geymarnir væru því næstum fullir.
Við fengum þetta svar: Baðvatn var ekki innifalið í leigusamn-
ingnum, og ef ég hefði óskað þess, hversvegna hefði ég þá ekki
látið athuga dæluna, áður en ég tók húsið á leigu? Enn ein
gönguferð til bæjarins, til þess að spyrja signoru, sem bjó við
hliðina á okkur, hvort hún myndi eftir hinum eindregnu ósk-
um sínum um að við sýndum henni traust, og til þess að láta
hana vita, að baðherbergi í húsi væri í sjálfu sér næg trygging
fyrir þvi, að þar ætti lika að vera baðvatn. Svarið við þessu
var á þá leið, að signora gæti ekki haldið áfram að skrifast
á við fólk, sem væri svo illa upp alið og ókurteist í skrifum-
Ég fékk því málið í hendur lögfræðingi. Tveim mánuðum
siðar fengum við svo nýja dælu. En við urðum að stefna frúnnL
áður en hún léti undan. Og útgjöldin urðu mikil.
Dag nokkurn, þegar málið var að mestu til lykta leitt, mætt1
ég gamla manninum á veginum. Hann hafði tekið stóra Mar-
ennahundinn sinn með sér á gönguför — eða öllu heldur hafði
hundurinn tekið hann með á gönguför. Því að í þá átt, sem
hundurinn togaði, varð gamli maðurinn að fara. Og þegar
hann nam staðar til þess að snuðra, krafsa í jörðina, eða skilja
eftir nafnspjald sitt á girðingastaur, varð gamli maðurinn a®
biða með þolinmæði við hinn endann á bandinu. Þegar eg
gekk fram hjá honum, stóð hann við vegbrúnina nokkui
hundruð metra frá húsinu. Hundurinn var að þefa af rótum
annars kýprestrésins, sem uxu sitt hvoru megin við garðs-
hliðið. Ég heyrði hann urra reiðilega, eins og hann hefði oi'ðið
fyrir einhverri óbærilegri móðgun. Signor1) Bondi stóð og beið>
1) Þ. e. licrra.