Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 85
eimreiðin
LANDVÖRN
317
Aldursskeið til að inna landvörn af hendi, svo og tíminn, sem
færi til þess, ætti hvorttveggja að vera það sama hjá konum
°g körlum. í tillögum sínum um þegnskylduvinnuna gerði
Hermann heitinn Jónasson ekki beinlínis ráð fyrir þátttöku
kvenna, en ég tel nauðsynlegt að konur verði látnar inna af
hendi landvörn hliðstæða landvörn karla og með þeim hætti,
sem hér er stuttlega lýst. Fyrir þjóðarheildina yrði landvörn
kvenna til þess, að við fengjum hæfari húsmæður, innlendur
heimilisiðnaður ykist og breyttist til batnaðar, dygðir þær, sem
landvörn karla er einkum ætlað að glæða, yrðu einnig í sama
rika mæli einkenni konunnar, o. s. frv. Auk þess mætti með
landvörn kvenna framleiða fjölmargt af því með litlum kostn-
aði fyrir rikið, sem það þarf nú að greiða fyrir stórfé árlega.
Væri því landvörn þeirra beinn fjárhagslegur styrkur fyrir
nkið, eins og landvörn karla verður einnig áreiðanlega, ef
réttilega er stjórnað.
Kostnaðurinn við landvörnina, eins og hún hefur verið hugs-
uð, yrði hvergi nærri eins mikill og sumir telja. Tjöld og tæki
starfsins eru þegar fyrir hendi að miklu leyti, svo sem til
allrar vegavinnu, hafnarbóta, ræktunar o. s. frv. Ríkið hefur
undanfarið látið mikið vinna að framkvæmdum á þessum
Sviðum, og það með ærnum kostnaði. Ætla má að mikið af
beirri vinnu, sem hið opinbera kostar nú stórfé til árlega, mætti
vinna sem landvörn með mjög litlum tilkostnaði. Ríkið yrði
sjálfsögðu að sjá öllum fyrir fæði meðan þeir intu af hendi
landvörn sína. Ríkið yrði einnig að greiða verkstjórum kaup, og
sanngjarnt væri, að það greiddi einnig allan vinnufatnað. Gæti
það verið einn þátturinn í landvörn kvenna að búa þann fatnað
Hl- íslenzka ríkið mun greiða nú um eða yfir P/2 milj. króna
arlega til samgöngumála á landi eingöngu. Allmikið af þeirri
virmu, sem til samgangna fer, mundi mega framkvæma sem
landvörn. Þá er enginn vafi á því, að með landvörninni mundi
mega spara ýmsan opinberan kostnað við vitamál, hafnar-
gerðir, bryggjugerðir, lendingarbætur, búnaðarstörf, garðyrkju
°- H, o. fl.
Um kaup í landvörn, annað en fæði og vinnuföt, ætti ekki
að verða að ræða. En undanþegnir öllum opinberum gjöldum
ættu allir að vera, meðan þeir intu af hendi landvörn sina.