Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 69
eimreiðin
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
301
verið skelfileg tilhugsun að eiga að fara burtu, og auk þess
var ekki svo auðvelt að fá aðra jörð. En það var greinilega gefið
i skyn, að hann gæti fengið að vera, ef hann léti af hendi barnið
við hana. Aðeins í stuttan tíma fyrst, til að sjá hvernig það
gengi. Það yrði ekki beitt neinni þvingun við Guido, til þess að
fá hann til að vera, ef hann kærði sig ekki um það. Og þetta
yrði aðeins til góðs fyrir Guido, og einnig fyrir föður hans,
þegar alt kæmi til alls. Alt það sem Englendingurinn hafði
sagt um, að hann væri ekki gæddur eins mikilli hljómlistar-
gáfu og hann hefði haldið í upphafi, hefði verið augljós
ósannindi — blátt áfram afbrýðisemi og smámunasemi. Mað-
urinn hefði sjálfur ætlað að eigna sér heiðurinn af frægð
Guidos. Og drengurinn myndi ekki hafa lært neitt hjá honum,
það var bersýnilegt. Það sem hann þarfnaðist væri verulega
góður, lærður kennari.
Öll sú orka, sem knúð hefði marga rafmagnshreyfla, ef eðlis-
fræðingarnir hefðu þekt köllun sína, var nú lögð í þessa bar-
áttu, sem hófst af fullum krafti um leið og við fórum úr hús-
ÍRu. Hún hefur eflaust haldið, að hún hefði meiri líkur til að
vinna, þegar við vorum farin. Og auk þess var það þýðingar-
°iikið að grípa tækifærið þegar það gafst og ná í barnið áður
en við kæmum með okkar tilboð — því að hún var sannfærð
llm, að við værum eins áfram um að ná í Guido og hún.
Dag frá degi endurtók hún árásina. Eftir AÚku sendi hún
manninn sinn til þess að kvarta yfir ásigkomulagi vínviðar-
ins, það væri hörmulegt; hann hefði ákveðið eða því sem næst
ákveðið að senda Carlo uppsögn. Með blygðunarkendri hóg-
Værð, samkvæmt skipun frá æðri stöðum, har hann fram hót-
anir sínar. Daginn eftir kom svo signora Bondi aftur fram á
vigvöllinn. 11 padrone1) hafði verið bálvondur, sagði hún; en
hán skyldi gera alt, sem hún gæti, til þess að bliðka hann. Og
eftir hæfilega þögn fór hún svo að tala um Guido.
Að lokum lét Carlo undan. Frúin var ýtin og hafði of sterka
aðstöðu. Barnið gat farið með henni, verið hjá henni í einn eða
tvo mánuði til reynslu. Og ef hann að þeim tíma liðnum vildi
vera hjá henni, gæti hún ættleitt hann lögum samkvæmt.
1) Húsbóndinn.