Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Side 69

Eimreiðin - 01.07.1939, Side 69
eimreiðin LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN 301 verið skelfileg tilhugsun að eiga að fara burtu, og auk þess var ekki svo auðvelt að fá aðra jörð. En það var greinilega gefið i skyn, að hann gæti fengið að vera, ef hann léti af hendi barnið við hana. Aðeins í stuttan tíma fyrst, til að sjá hvernig það gengi. Það yrði ekki beitt neinni þvingun við Guido, til þess að fá hann til að vera, ef hann kærði sig ekki um það. Og þetta yrði aðeins til góðs fyrir Guido, og einnig fyrir föður hans, þegar alt kæmi til alls. Alt það sem Englendingurinn hafði sagt um, að hann væri ekki gæddur eins mikilli hljómlistar- gáfu og hann hefði haldið í upphafi, hefði verið augljós ósannindi — blátt áfram afbrýðisemi og smámunasemi. Mað- urinn hefði sjálfur ætlað að eigna sér heiðurinn af frægð Guidos. Og drengurinn myndi ekki hafa lært neitt hjá honum, það var bersýnilegt. Það sem hann þarfnaðist væri verulega góður, lærður kennari. Öll sú orka, sem knúð hefði marga rafmagnshreyfla, ef eðlis- fræðingarnir hefðu þekt köllun sína, var nú lögð í þessa bar- áttu, sem hófst af fullum krafti um leið og við fórum úr hús- ÍRu. Hún hefur eflaust haldið, að hún hefði meiri líkur til að vinna, þegar við vorum farin. Og auk þess var það þýðingar- °iikið að grípa tækifærið þegar það gafst og ná í barnið áður en við kæmum með okkar tilboð — því að hún var sannfærð llm, að við værum eins áfram um að ná í Guido og hún. Dag frá degi endurtók hún árásina. Eftir AÚku sendi hún manninn sinn til þess að kvarta yfir ásigkomulagi vínviðar- ins, það væri hörmulegt; hann hefði ákveðið eða því sem næst ákveðið að senda Carlo uppsögn. Með blygðunarkendri hóg- Værð, samkvæmt skipun frá æðri stöðum, har hann fram hót- anir sínar. Daginn eftir kom svo signora Bondi aftur fram á vigvöllinn. 11 padrone1) hafði verið bálvondur, sagði hún; en hán skyldi gera alt, sem hún gæti, til þess að bliðka hann. Og eftir hæfilega þögn fór hún svo að tala um Guido. Að lokum lét Carlo undan. Frúin var ýtin og hafði of sterka aðstöðu. Barnið gat farið með henni, verið hjá henni í einn eða tvo mánuði til reynslu. Og ef hann að þeim tíma liðnum vildi vera hjá henni, gæti hún ættleitt hann lögum samkvæmt. 1) Húsbóndinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.