Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 14
246
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
von brást, var teningunum kastað. Chamberlain, forsætisráðherra
Breta, sem sætt liafði svo miklu ámæli andstæðinga sinna og
jafnvel sumra meðhaldsmanna eirinig, fyrir friðarviðleitni sína
í september 1938 og Munchen-sáttmálann svonefnda, lýsti yfir
því í enska þinginu, að Stóra-Bretland væri í stríði við Þýzka-
land, og sama gerði forsætisráðherra Frakka, Daladier, fyrir
hönd þjóðar sinnar. Það er oft talað um, að leiðtogar þjóð-
anna gætu, ef þeir vildu, kornið í veg fyrir stríð, og má vei
vera að rétt só. En spurningin um þetta er eklci eins einföld og
virðist í fljótu bragði. Ótal ósýnilegir þræðir liggja að stór-
viðburðum sögunnar. Það hafa verið færð mörg rök að því, að
styrjaldir séu óumflýjanlegt böl, sem íylgja muni mannkyninu
enn um margar aldaraðir, eins og þær hafa fylgt því hingað
til. Urður skapanorn er ætíð á verði við sitt starf, og henni
skeikar aldrei. Allar skuldir liðna tímans verður að gjalda fyr
eða síðar. Það er óþarfi að efast um, að forsætisráðherra Breta
hafi sagt satt, er hann lýsti því yfir í neðri mál$tofu brezka
þingsins 3. september, að það væri þyngsta stund lífs síns að
þurfa að leiða þjóð sína út í stríð. Svipuð orð lét Halifax lá-
varður falla í efri málstofunni. En stundum eru leiðtogarnir
aðeins peð á liinu mikla taflborði örlagavaldsins. Bandaríki
Norður-Ameríku hafa lýst yfir hlutleysi sínu. Franklin Roose-
velt, forseti Bandaríkjanna, hefur flutt hvert ávarpið á fætur
öðru til þjóðar sinnar og alls heimsins um, að Bandaríkin ætli
að standa utan við hinn nýbyrjaða hildarleik. Saina hafa full-
trúar annara hlutlausra þjóða lýst yfir. En fyrr en varir getur
hinn voldugi skuggi herguðsins fallið á hinar hlutlausu þjóðir,
fleiri eða færri, og þær orðið að dansa með, nauðugar viljugar,
hinn trylta dans tortímingarinnar. Allar samningaumleitanir
undanfarinna ára, til að gera 1‘riðsamlega út um deilumálin,
hafa reynst árangurslausar. Þjóðabandalagið er ekki lengur
virk stofnun, og tilraunir páfastólsins til að koma á sættum
hafa að engu orðið. Sjálfur forsætisráðlierra Italíu, Benito
Mussolini, hinn herskái sigurvegari yfir Abessiníu-mönnuni,
hefur beitt sér fyrir því að koma í veg fyrir styrjöldina mill1
Þjóðverja annarsvegar og Breta og Frakka hinsvegar, en árang-
urslaust til þessa. Hann virðist samt ákveðinn í að reyna að