Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Side 14

Eimreiðin - 01.07.1939, Side 14
246 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN von brást, var teningunum kastað. Chamberlain, forsætisráðherra Breta, sem sætt liafði svo miklu ámæli andstæðinga sinna og jafnvel sumra meðhaldsmanna eirinig, fyrir friðarviðleitni sína í september 1938 og Munchen-sáttmálann svonefnda, lýsti yfir því í enska þinginu, að Stóra-Bretland væri í stríði við Þýzka- land, og sama gerði forsætisráðherra Frakka, Daladier, fyrir hönd þjóðar sinnar. Það er oft talað um, að leiðtogar þjóð- anna gætu, ef þeir vildu, kornið í veg fyrir stríð, og má vei vera að rétt só. En spurningin um þetta er eklci eins einföld og virðist í fljótu bragði. Ótal ósýnilegir þræðir liggja að stór- viðburðum sögunnar. Það hafa verið færð mörg rök að því, að styrjaldir séu óumflýjanlegt böl, sem íylgja muni mannkyninu enn um margar aldaraðir, eins og þær hafa fylgt því hingað til. Urður skapanorn er ætíð á verði við sitt starf, og henni skeikar aldrei. Allar skuldir liðna tímans verður að gjalda fyr eða síðar. Það er óþarfi að efast um, að forsætisráðherra Breta hafi sagt satt, er hann lýsti því yfir í neðri mál$tofu brezka þingsins 3. september, að það væri þyngsta stund lífs síns að þurfa að leiða þjóð sína út í stríð. Svipuð orð lét Halifax lá- varður falla í efri málstofunni. En stundum eru leiðtogarnir aðeins peð á liinu mikla taflborði örlagavaldsins. Bandaríki Norður-Ameríku hafa lýst yfir hlutleysi sínu. Franklin Roose- velt, forseti Bandaríkjanna, hefur flutt hvert ávarpið á fætur öðru til þjóðar sinnar og alls heimsins um, að Bandaríkin ætli að standa utan við hinn nýbyrjaða hildarleik. Saina hafa full- trúar annara hlutlausra þjóða lýst yfir. En fyrr en varir getur hinn voldugi skuggi herguðsins fallið á hinar hlutlausu þjóðir, fleiri eða færri, og þær orðið að dansa með, nauðugar viljugar, hinn trylta dans tortímingarinnar. Allar samningaumleitanir undanfarinna ára, til að gera 1‘riðsamlega út um deilumálin, hafa reynst árangurslausar. Þjóðabandalagið er ekki lengur virk stofnun, og tilraunir páfastólsins til að koma á sættum hafa að engu orðið. Sjálfur forsætisráðlierra Italíu, Benito Mussolini, hinn herskái sigurvegari yfir Abessiníu-mönnuni, hefur beitt sér fyrir því að koma í veg fyrir styrjöldina mill1 Þjóðverja annarsvegar og Breta og Frakka hinsvegar, en árang- urslaust til þessa. Hann virðist samt ákveðinn í að reyna að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.