Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 80
312
ÍÞRÓTT ÍÞRÓTTANNA — MÁLSNILDIN
eimreiðin
Svo segir Þorsteinn Erlingsson:
Það er likt og ylur í
ómi sumra braga.
Mér liefur lilýnað mest á þvi
marga kalda daga.
Sá ylur gerir betur en að jafnast á við reykjaryl og dans-
velgju, og er vísnaylurinn ódýrari en þau og engi heilsuspillir.
Það lætur að líkindum, að því meiri íþróttamaður er skáldið
sem það getur leikið sér að fleiri háttum og er þar að auk
orðsnjalt í sundurlausu máli. Ljóðskáld eru eigi einhlít til
fullrar frægðar, nema þau njóti tónskálda, sem setja vængi á
kvæðin, ef svo mætti að orði kveða, eða þá visuna. Og á hinn
bóginn verða tónskáld að njóta stuðnings ljóðasmiða, til þess
að sönglögin njóti sín. Hvor þessara aðilja gefur hinum byr
undir báða vængi. Það gengur svo í lífinu, að gefendur verða
þiggjendur og þiggjendur gefendur.
Úr því að ég ræði um þessi mál á víð og dreif, vildi ég skjóta
einni spurningu til sönglagasmiða vorra: Hvað veldur því»
að engir tónlistarmenn semja lög við hætti kvæða vorra, sem
eru ram-íslenzk, svo sem dróttkvæða hætti, kvæðahætti Einars
Benediktssonar og Stephans G. Stephanssonar? Mér dettur í
hug, að lög við þau kvæði gætu orðið AÚðlíka einkennileg og
frumleg sem kvæði slíkra höfunda eru máttug og stílföst.
Er það svo, að tónskáld vor sé máttlítil og ófrumleg? Eða
er hitt heldur, að kvæði höfundanna, sem ég nefndi, sé þannig»
að lög nái eigi yfir þau?
Séra Bjarni Þorsteinsson hefur gert lög við órímað mál —
hátíðasöngvana, og skilst mér, að þar og þá hafi hann rutt
nýja vegi meðal vor.
Kvæði í fastbundnu sniði, t. d. Einars Benediktssonar, virðast
bíða eftir því að fá lög við sitt hæfi. Ég ætla að engin takmörk
geti verið fyrir fjölbreytni laga — sönglaga — fremur en
fyrir fjölbreytni hátta. Ég ætla, að frumleg og einstök hrynj-
andi íslenzkunnar í Ijóði ætti að geta fætt af sér jafneinstaka
lagagerð, þannig, að þær féllust í faðma, fyllilega samræmdai'.
íþrótt tungunnar birtist bæði í glæsileik og einfaldleik, og
veldur sú auðlegð fjölbreytni og skrautlegð. Taka má til dæniis
stíl Jónasar Hallgrímssonar, sem er einfaldur, þ. e. látlaus.