Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 103
eisireiðin
FORNRITAÚTGÁFAN
335
Til Fornritafélagsins var stofnað með frjálsum framlögum
ahugasamra manna. Lagði þorri stuðningsmanna fram 100—
300 kr. hver; sumir þó meira, aðrir minna. Söfnuðust á þenna
hátt samtals sem nœst 30 þúsund krónur. Á 1000 ára hátíð
alþingis lögðu konungur vor og drotning fram 15 þús. kr.
«1 útgáfunnar. H.f. Kveldúlfur gaf félaginu allan kostnað þess
við útgáfu Egils sögu, rúmlega 10 þús. kr. Á þessu stofnfé
hyggist í raun og veru öll útgáfustarfsemin. En það, ásamt
nkissjóðsstyrknum, nægir einungis til þess að standa straum
af kostnaðinum við útgáfu 4—5 binda af þeim 35, sem í ráði
er að félagið gefi út. Ef útgáfan á ekki að stöðvast bráðlega,
verður félagið því að fá allan kostnað sinn mjög fljótt endur-
greiddan með sölu ritanna. Að öðrum kosti er fyrirtækið dauða-
dæmt strax og lokið er útgáfu nokkurra binda. Helzt þyrfti
að vera dálítill ágóði af sölunni, því bæði fer útgáfukostnað-
ur vaxandi og svo verður meira og meira fé bundið í upplög-
um eftir því sem bindin fjölga, og gæti það ella tafið útgáfuna
meira eða minna.
Verð ritanna, 9 krónur bindið í kápu, en 15—16 kr. í vönd-
uðu bandi, hefur nú verið miðað við það, að félagið fái aðeins
kostnað sinn endurgreiddan, en a. m. k. engan teljandi hagn-
að. -— Upplagið er fyrirhugað 2500 af þorra bindanna (3000
af stórsögunum). Þess ber vel að gæta, að andvirðið rennur
ehki óskert í sjóð félagsins. Frá því dregst að sjálfsögðu venju-
feg þóknun til bóksala, svo og ýmiskonar smávægilegur kostn-
aður annar.
Rétt er að geta þess, til að fyrirbyggja misskilning, að Forn-
ritafélagið er sjálfseignarstofnun. Þeir sem fé hafa lagt fram
til fyrirtækisins fá engan arð af því.1) Þeir hafa engan hag af
Því, þó gróði yrði á útgáfunni. Eigi heldur forgöngumenn fyrir-
faekisins né stjórnendur. Það þarf því enginn að óttast, að forn-
nfin séu seld dýru verði með hag þessara manna fyrir augum.
Fornritafélagið er því ekki gróðafyrirtæki. Við ákvörðun verðs-
1) Framlagsmenn liafa þó fengið hver eitt eintak af því, sem út hefur
^omið, en það samsvarar elcki þvi, að félagið greiði sparisjóðsvexti af
stofnfénu.