Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 41
eimreiðin
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
273
sína með því að féfletta leigjendur sína. Gamli maðurinn, sem
hafði verið kaupmaður og var orðlagður fyrir heiðarleik sinn
°g réttsýni, fékk ekki að hafa nein afskifti af okkur. Þegar
við komum til að skoða húsið, var það konan, sem sýndi
okkur það. Það var hún, sem með töfrandi framkomu sinni
°g ómótstæðilegu fjöri í leiftrandi augunum lýsti öllum kost-
um hússins, söng rafmagnsdælunni lof og pris, hældi baðher-
berginu á hvert reipi, (og, þegar tekið er tillit til baðher-
hergisins, var leigan ótrúlega lág, sagði hún), og það var hún,
sem grátbændi okkur, eins og velferð okkar væri það eina,
sem lægi henni á hjarta, að eyða ekki peningum okkar í annað
eins fánýti og að fá lærðan fagmann til að líta á húsið. „Við
erum þó heiðarlegt fólk,“ sagði hún, „okkur gæti ekki einu
sinni komið til liugar í draumi að leigja yður húsið, ef þar
’vseri ekki alt í bezta lagi. Þér verðið að sýna okkur traust.“
Og hún leit á mig með biðjandi kvíðafullum svip í töfr-
andi augunum, eins og hún vildi biðja mig að móðga sig ekki
með tortrygni minni. Og án þess að gefa okkur frekara tóm
bl að minnast á fagmanninn, tók hún til að fullvissa okkur
Uln> að litli drengurinn okkar væri sá fegursti engill, sem hún
hefði nokkru sinni séð. Þegar samtali okkar við signoru Bondi
var lokið, höfðum við ákveðið að taka húsið á leigu.
»Viðkunnanleg kona,“ sagði ég, þegar við fórum burtu. En
eg held, að Elísabet hafi ekki verið eins sannfærð um það og ég.
Svo hófst dælu-málið.
Kvöldið sem við fluttum í húsið, settum við straum á. Dælan
snerist eftir kúnstarinnar reglum, en það kom ekkert vatn úr
hrönunum í baðherberginu. Við litum vandræðaleg hvort á
annað.
»Viðkunnanleg kona?“ Elísahet leit spyrjandi á mig.
Við báðumst viðtals, en einhverra orsaka vegna gat gamli
niaðurinn aldrei tekið á móti okkur, og frúin var altaf úti eða
eitthvað vant við látin. Við skildum eftir stuttar orðsendingar;
l’eim var aldrei svarað. Að lokum sáum við, að eina ráðið til
^ess að ná sambandi við húseigendurna, sem bjuggu í sama
húsi og við, var að fara til Flórens og senda þeim ábyrgðar-
biéf. Fyrir það yrðu þau að undirskrifa tvær mismunandi
hvittanir, og ef við kusum að borga fjörutíu centímum meira,
18