Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 82
EIMREIÐIN
Landvörn.
Um þessar mundir er verið að kalla æskumenn Evrópu
til vopna, og tugþusundir þeirra streyma til vígvallanna til þess
að berjast þar fyrir land og þjóð. Sá ægilegi hildarleikur, sem
nú er hafinn, krefst allra þeirra, sem herskyldir eru, og hver
þeirra verður að varpa frá sér allri umhyggju fyrir eigin heim-
ili, ástvinum og atvinnu, til þess að inna af hendi þessa skyldu,
og vera reiðubúinn að láta lífið fyrir hana hvenær sem er.
Við íslendingar erum undantekning meðal þjóðanna. Hér
er engin herskylda. Enginn herlúður kallar okkur til vigvalla.
Engin herútboð berast inn á íslenzk heimili á stund hættunnar,
eins og með öðrum þjóðum. Æskumenn íslands eru lausir við
þá kvöð að verja nokkrum hluta æslruáranna til þess að inna
af hendi herskyldu, eins og æskumenn annara þjóða hafa orðið
að gera um langt skeið. Og vissulega fáum við aldrei nógsam-
lega þakkað þá ráðstöfun forsjónarinnar, að við erum óvíg-
búin þjóð, sem lýst liefur yfir ævarandi hlutleysi sínu í hern-
aði. Sú glapsýn, að vígbúnaður geti bjargað sjálfstæði okkar,
er ekki til í vitund nokkurs Islendings. Það mun vera óhætt
að fullyrða, að við skiljum nokkurnveginn til hlítar þau miklu
sannindi, að sá, sem vegur með sverði, hann mun og fyrir
sverði falla.
En það er til önnur landvörn, sem við þurfum að taka upp,
sú landvörn, sem um fult aldarþriðjungs skeið hefur verið á
döl'inni án þess að komast í framltvæmd. Ég á við þegnskyldu-
vinnuhugmynd þá, sem Hermann heitinn Jónasson kom fram
með á alþingi 1903 og mætti þá mikilli og óverðskuldaðri and-
stöðu, þó að ýmsir mætir menn léðu hugmyndinni þá þegar
fylgi sitt og hún hafi jafnan átt nokkra formælendur, þótt
lítt hafi til árangurs leitt enn sem komið er.
Ef til vill er það sjálft nafnið þegnskylduvinna, sem mest-
an þáttinn hefur átt í því að tefja hér fyrir framgangi góðs
málefnis. Eðlilegast er og réttast að vinna sú, sem hér er um
að ræða, nefnist landvörn, því það á hún að vera í raun og