Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 60
292
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
EIMREIÐIN
eð ég var önnum kafinn við vinnu mína, hefur sennilega liðið
góð stund, áður en ég varð var við þá kyrð, sem ríkti niðri í
garðinum. Það heyrðist óvenju lítið í drengjunum, hvorki
hlaup né köll, aðeins lágt samtal. Þar sem ég hef margreynt,
að þegar börn hafa hægt um sig, er það venjulega vegna þess,
að þau hafa eitthvert ósvikið prakkarastrik í hyggju, stóð ég
upp af stólnum og leit yfir handriðið, til að sjá hvað þeir
væru að gera. Ég bjóst við að sjá þá vera að skvampa í poll-
um, ltveikja bál, eða maka sig út í tjöru. En ég sá alt annað:
Guido stóð með prik í hendinni, brunnið í annan endann, og
sýndi með teikningum á sléttum steinhellunum, að kvaðratið
af langhliðinni í rétthyrndum þríhyrning er jafnt og summan
af kvaðrötum skammhliðanna.
Hann kraup á stéttinni og teiknaði með svarta endanum á
prikinu á hellurnar. Ég sá, að Robin, sem kraup á sama hátt
við hliðina á honum, var að missa þolinmæðina yfir þessum
aðgerðarlitla leilc.
„Guido,“ sagði hann. En Guido gaf því engan gaum. Hann
hnyklaði brýnnar þungt hugsandi og hélt áfram með teikn-
inguna. „Guido!“ Robin beygði sig niður, og leit á ská upp 1
andlit Guidos. „Hvers vegna teiknarðu ekki járnbrautarlest?
„Á eftir,“ sagði Guido. „Ég ætla fyrst að sýna þér þetta. Það
er svo fallegt,“ bætti hann við í gæluróm.
„En ég vil fá lest,“ sagði Robin.
„Rétt strax. Bíddu aðeins augnablik." Röddin var næstum
biðjandi. Robin tók á allri þolinmæði sinni. Eftir eina mín-
útu var Guido búinn að teikna háðar myndirnar.
„Svona!“ sagði hann sigri hrósandi og stóð upp til þess að
líta á þær. „Nú skal ég litskýra fyrir þér.“
Og svo hóf hann sönnun sína á reglu Pyþagórasar — ekki
með aðferð Eukleidesar, heldur með einfaldari og fullkomn-
ari aðferð, sennilega þeirri sömu og Pyþagóras notaði sjálfm'-
Hann hafði teiknað ferning (kvaðrat), og skift honum með
tveim lóðlínum hornréttum hvor á aðra í tvo ferninga og tv°
jafnstóra rétthyrninga. Þessuin tveim rétthyrningum skift'
hann í fjóra jafnstóra rétthyrnda þríhyrninga með horna-
línum. Þá sézt, að ferningarnir tveir eru kvaðrötin af skamm-
hliðum liinna fjögra jafnstóru þríhyrninga. Þetta var fyrrl