Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 112
344
SVEFNFARIR
EIMREIÐIN
með þennan sjúkdóm, öfugt,
þannig að höfuðið snýr niður,
en fæturnir upp. Er þetta vafa-
laust orsök til hinna undar-
legu, óreglubundnu og rugl-
ingslegu hreyfinga hjá sjúlt-
lingum með þennan sjúkdóm.
Þessar tvær sjúkdómaathug-
anir eru teknar hér sem dæmi
þess hve mikla þýðingu það
getur haft, að vel hæfir menn
í djúpum dásvefni séu hafðir
til að auðkenna sjúkdóma.
Þeir geta gefið dásamlega lýs-
ingu — og enn nákvæmari en
nokkur Röntgens-geislaskoð-
un — ekki aðeins á beinum og
liðamótum líkamans, heldur
einnig á hverju líffæri hans,
blóðinu, slagæðunum, öllum
hinum innri kirtlum líkam-
ans og lýst legu geð- og ljós-
vakalíkamanna, með öðrum
orðum gefið svo framúrskar-
andi nákvæma lýsingu á
mannslíkamanum, að langt
tekur fram því, sem unt er að
komast með venjulegum lækn-
isfræðilegum og efnafræðileg-
um rannsóknum og aðgerðum.
Af þessum ástæðum hef ég
nefnt þessar ritgerðir einu
nafni Svefnfarir og á með þeim
titli við þær ótakmörkuðu ham-
farir um rúmið, sem geðlíkami
dásvæfðs manns er fær um að
fara, en eins og áður er lýst
er geðlíkaminn tengdur holds-
líkamanum þar sem er tauga-
hnúturinn plexus solaris. Hér
verður að hafa það í huga, að
geðlikaminn er einkum aðset-
ur skapsmuna og tilfinninga
og ekki eingöngu tengdur
holdslíkamanum með plexus
solaris, heldur einnig tengdur
ljósvakalíkamanum með
sveifluböndum frá hvirflin-
um, til holdslíkamans í
glabella, milli augnanna.
Það er hægt að líkja Ijós-
vakalíkamanum við lóðrétta
Ijósrák framan við mænu
holdslíkamans, en óháða bæði
honum og geðlíkamanum. Aft-
ur á móti er holdslíkaminn
háður geðlíkamanum gegnum
ósjálfráða taugakerfið, og geð-
líkaminn aftur háður ljós-
vakalíkamanum. 1 Austur-
löndum hefur það verið lengi
kunnugt og viðurkent, að þeg-
ar holdslilíaminn deyr, skilst
geðlíkaminn, ásamt ljósvaka-
líkamanum, frá holdslíkaman-
um, venjulega alt að þrem
dögum eftir andlát hans. Ár-
um og jafnvel öldum síðar
deyr svo geðlíkaminn á sarna
hátt. „Gullskálin mun brotna“,
eins og komist er að orði í
Ritningunni. Og síðan losnar
svo ljósvakalíkaminn við hana
og verður „andi“.