Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 78
310
iÞRÓTT ÍÞRÓTTANNA — MÁLSNILDIN
EIMREIÐIN
Ferskeytlan þessi, sem ég áöan nefndi, gæti verið upphaf að
ítarlegum kafla um ferskeytlur alment. Þær virðast i fljótu
bragði auðveldar — létt verk og löðurmannlegt að yrkja þær,
m. a. fyrir þá sök, að fjöldi manns fæst við þá ljóðagerð, og
mörgurn tekst allvel. Sigurður skólameistari Guðmundsson sagði
við mig nýlega, að ferskeytlan væri afar-örðug viðfangs, ef
vel væri vandað til hennar. Þorsteinn Erlingsson lét í veðri
vaka slílct hið sama. Hann mælti á þá leið við mig, að of oft
væri það augljóst, að fyrri hluti vísunnar væri prjónaður
framan við seinni hlutann til að fá handa botninum eitthvað.
Þá er vísan höttótt, en röndótt, ef önnur hendingin er innskot
(hortittur). Þessi vísa og aðrar eins bera vott um einfalda, þ. e.
a. s. íburðarlausa íþrótt.
Þegar dýrar hringhendur koma á kreik, er listin komin í
sparifötin, og er þá tjaldað því sem til er frá skáldsins hálfu.
Sléttubandavísur eru og gerðar af mikilli íþrótt og heiglum
eigi hent að smíða þesskonar víravirki.
Milli stranda bindur bönd
bræðra andans kraftur.
Hylli landans vina vönd
vitjar handan aftur.
Þessi háttur er svo útundir sig, að hans vísum má velta á
ótal vegu, aftur á bak og áfram. Skáld, sem yrkja undir sléttu-
bandahætti, standa á liöfði og ganga á höndunum —- í líkingu
talað, svo mikla íþrótt drýgja þau.
Svo má að orði kveða, að sléttubandavísan sé dóttir hring-
hendunnar og sem vaxin móður sinni yfir höfuð. Hringhendan
er gerð af mestri list og með mestri fyrirhöfn, þegar fyrstu
orð í hverri ljóðlinu eru samstilt, t. d.:
Þýtur í sjóum harla hátt.
Hvitur er góu bróðir.
Hrýtir i tóu austan átt —
ýtin snjóa móðir.
Þessi gerð hringhendu er ennþá örðugri en sléttubanda-
gerðin, enda sjaldgæf — nema í Hjálmars rímu og Ingibjargar,
sem Sigurðui' Bjarnason kvað um’tvítugt, fádæma orðhagur
maður, sem dó fyrri en skyldi.