Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 39
eimreiðin
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
271
hafði verið sléttlendi. í austur frá hæðinni okkar varpaði stór
fjallshryggur ört vaxandi skugga þvert yfir Emasléttuna og
breiddi hjúp sinn yfir heila borg, en dalurinn var baðaður í
sól alt í kring. Og um leið og sólin hvarf á bak við sjóndeild-
arhringinn, lituðu vermandi geislar hennar fjarlægar fjalls-
hlíðarnar, eins og logagyltar rósir. En í dölunum var kvöld-
þokan þegar sezt að. Og hún steig án afláts. Ljósið í gluggum
vesturhlíðanna hvarf, aðeins tindarnir lýstu ennþá, og að lok-
Uni sloknuðu þeir líka. Fjöllin hurfu, þau runnu út í eitt, urðu
að málverki af fjöllum með bleikfölan kvöldhimin að baki.
Rétt á eftir var nóttin skollin á, og ef tunglið var fult, birtust
draugalegir svipir hins dauða landslags liti við sjóndeildar-
hringinn.
Þó að þetta víðáttumikla umhverfi væri svo margbreytilegt
1 fegurð sinni, bar það altaf einkenni hins bygða lands, sem
að minu áliti, að minsta kosti, gerði það að hinum ákjósan-
legasta dvalarstað. Dögum saman ferðaðist maður í gegnum
síbreytilega fegurð þess, en leiðin lá altaf í gegnum ræktað
land. Þrátt fyrir öll sin fjöll, bröttu hamraveggi og djúpu dali,
har Toscana-héraðið svip af íbúum sínum. Þeir hafa ræktað
hvern blett, sem ræktanlegur er. Húsin stan'da þétt, jafnvel upp
eftir fjallshlíðunum, og dalirnir eru fullir af fólki. Þó að
maður standi aleinn á fjallstindi, er maður ekki einn í óbygð-
um. Mennirnir hafa alstaðar markað spor sín í landið, og það
vekur þægilega gleðitilfinningu að vita, að það hefur í alda-
raðir, þúsundir ára, verið þeirra eign, auðsveipt, tamið og
hliðkað. Hin víðáttumiklu, eyðilegu heiðalönd, eyðimerkur,,
skógar, með óteljandi trjám — eru staðir, sem gott er að koma
a öðru hvoru, heilnæmir þeim anda, sem gefur sig þeim á vald
stuttan tima. En djöfulleg áhrif fylgja hinni algeru einveru,
engu síður en guðleg áhrif. Hið gróandi líf plantna og dýra er
manninum framandi og fjandsamlegt. Mennirnir geta ekki
hfað góðu lífi nema þar, sem þeir hafa lagt undir sig umhverfið,
har sem allur lífskraftur þeirra samanlagður er voldugri en
hið gróandi líf umhverfisins. Afklætt dimmum skógi sínum,
rajktað, skift í reiti og stalla og plægt upp undir efstu fjalls-
tinda — þannig hefur Toscana-héraðið öðlast sinn „mann-
'ega“ svip. Það grípur stundum þá, sem lifa þannig, þrá eftir