Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 17
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
249
ekki ofviða. En ekki má þá heldur gleyma því, að ísland hefur
bæði vegna legu sinnar, atvinnuhátta og af ýmsurn öðrum
ástæðum, allmikla sérstöðu meðal Norðurlandaríkjanna og er
útilokað frá því að beita sömu aðferðum og þau í sumum
greinum. Er það að sjálfsögðu einlæg og óskift ósk allrar
þjóðarinnar, að þeir, sem með mál hennar fara á hinum alvar-
legu tímum, sem nú standa yfir, megi bera giftu til að leiða
þau sem farsællegast til lykta. Til þess að slíkt megi takast
hlýtur hver einasti sannur íslendingur að vilja leggja fram
krafta sína til hins ýtrasta.
»Baráttan við þokuna“ og’ þjóðin.
Ég get ekki látið þetta ritstjórarabb Eimreiðarinnar svo frá
mér fara að þessu sinni, að ég ekki minnist allra þeirra mörgu
radda, sem mér hafa borist út af grein minni, „Baráttan við
þokuna“, sem birtist í síðasta hefti Eimreiðarinnar. Sá áhugi,
seni ég hef fundið í vinsamlegum orðum og ummælum þeirra
mörgu, úr öllum floltkum, sem gert hafa hana að umtalsefni
við mig, bæði hér í höfuðstaðnum og á nýlega afstaðinni ferð
minni um Norður- og Austurland í sumar, svo og í bréfum,
sem mér hafa verið að berast síðan hún birtist, hefur fært
mér heim sanninn um það, hve þau mál, sem grein mín fjall-
aÚi um, hafa orðið mönnum rík í huga og hve heitt hjörtu al-
Þjóðar slá fyrir heill og velferð vors gamla lands, þegar hætt-
Urnar steðja að úr öllum áttum, eins og nú. Fögnuðurinn og
áhuginn i þessum röddum fólksins gefur mér ástæðu til að
æila, að grein mín hafi gert gagn, eins og hún hefur líka vakið
til meiri umhugsunar og umræðna en ég hafði í fyrstu gert
mér í hugariund. Þetta tel ég fyrst og fremst stafa af því, að
bau mál, sem greinin fjallaði um, eru brennandi dagskrármál,
Sem bíða úrlausnar. Blöðin gerðu hana þá líka að umræðuefni
i forustugreinum sínum — og yfirleitt með vinsemd. í einu
úlaðanna birtist þó ömurlegt dæmi um það, hvernig pólitísk
þröngsýni getur lamað hæfileikann til dómgreindar. Ritstjórinn
fók upp ofsafengna vörn gegn eigin glapsýnum og því, sem rit-
stjóri andstæðingablaðs hans í stjórnmálum hafði sagt um
grein mina. Sem dæmi um það, hvernig þessi vörn leit út, hélt
ritstjórinn því fram, að sá ríkisrekstur sem hér væri nú, væri