Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 54
286
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
eimreiðin
iðraðist hann sárlega gerða sinna og sýndi Robin alla þá blíðu,
sem honum var eiginleg, og þegar alt var fallið í ljúfa löð,
spurði ég hann hvernig honum hefði líkað lagið. Hann sagði,
að sér fyndist það failegt. En bello á ítölsku er of óákveðið,
of margnotað til þess að fela í sér nokkura ákveðna merkingu.
„Hvað likaði þér bezt?“ spurði ég enn. Hann virtist hafa
haft svo mikla ánægju af Iaginu, að gaman var að vita hvað
það hefði í raun og veru verið, sem haft hefði svo mikil áhrif
á hann.
Hann þagði stundarkorn og hniklaði brýnnar, auðsjáanlega
í þungum þönkum.
„Jú,“ sagði hann að lokum, „mér fanst þessi kafli fallegur.“
Og hann raulaði langan kafla úr laginu. Og svo er það hitt,
sem syngur um leið —- en hvað er það, sem syngur svona?“
„Það eru kallaðar fiðlur,“ sagði ég.
„Fiðlur.“ Hann kinkaði kolli. „Já, hin fiðlan syngur svona.“
Hann raulaði aftur. „Hvers vegna getur maður ekki sungið
hvorttveggja í einu? Og hvað er í þessum kassa? Og hvernig
getur hann gert þennan hávaða?“ Spurningarnar komu hver á
fætur annari.
Ég gaf eins greið svör og ég gat, sýndi honum fíngerðu
grópirnar í plötuna, nálina og hljóðdósina. Ég benti honum
á, að strengurinn á guitarnum titraði, þegar kipt væri í hann-
„Hljóð er titringur í loftinu,“ sagði ég, og ég reyndi að skýi'3
fyrir honum, hvernig titringurinn væri mótaður í svörtu plöt-
una. Guido hlustaði á mig með mikilli alvöru og kinkaði kolh
öðru hvoru. Mér fanst hann skilja til hlítar alt, sem ég sagðn
En þegar hér var komið, leiddist veslings Robin litla svo
mikið, að ég, af meðaumkun með honum, sendi þá báða út i
garð til að leika sér. Guido hlýddi undir eins, en ég sá á hon-
um, að hann hefði heldur kosið að vera inni og hlusta á mein
tónlist. Stundarkorni siðar, þegar ég leit rit, var hann að feln
sig í dimmum skugga stóra lárviðartrésins og öskraði eins
og ljón, en Robin stóð álengdar, hlæjandi, en þó hálf kvíð-
inn, eins og hann væri hræddur um, að þetta hræðilega ösk-
ur kynni nú ef til vill að vera ósvikið ljónsöskur, og svo barði
hann í runnann með priki og hrópaði: „Komdu í ljós, komdu
í ljós! Ég ætla að skjóta þig.“