Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 119
eimheiðin
RITSJÁ
351
hyglisverðustu, hvert á sinn hátt. Sá er ekki örfhendur við ljóðagerðina,
sem yrkir slíka haustlýsingu og þessa úr „Þiðranda-kviðu“:
Nú haustar á heiðum
og hádegin rökkva
og mörg lauf af meiðum
í moldina sökkva,
senn kólnar i kofa
og kaf-fennir glugga
og svanavötn sofa
i svellbláma skugga.
I'lokkurinn „í vökulok", síðasti flokkur safnsins, er að því leyti einkum
eftirtektarverður, að hann geymir siðustu vísur og kvæðabrot skáldsins,
eftir að lieilsa og kraftar voru á þrotum. Víða hregður hér þó fyrir leiftr-
hinnar gömlu andagiftar og orðsnildar, t. d. í kvæðinu „Loftkastalar";
I ntai 1927, 2—3 mánuðum áður en dauða lians bar að höndum, yrkir
skáldið:
Feginn vildi eg — viti menn — góðan vin að eignast enn
vera enn fær að herja, og áhugamál að verja.
Dtgefandi þessa bindis, dr. Itögnvaldur Pétursson, hafði það við orð i
'iðtali við íslenzkan blaðamann fyrir nokkru (Nýja Dagblaðið, 16. júlí
1937), að sú væri liugmyndin að gefa út úrval úr ljóðum Stephans, þá er
lokið væri lieildar-útgáfu kvæða hans, og að prófessor Sigurður Nordal
“nnaðist val úrvalsljóðanna. Það er fyrirtaks liugmynd og kemst vonandi
1 framkvæmd áður langt líður. Minkar Steplian sem skáld sízt við það
að komast í slíka bók.
Ifókaútgáfa Heimskringlu stendur að þessu síðasta bindi af And-
'ókum, og er hinn ytri frágangur sæmandi merki riti mikils skálds.
Richard Beck.
Þórir Bergsson: SÖGUR. Ísaíoldarprentsmiðja h/f.
bað eru nú um luttugu ár síðan ég vissi fyrst hver Þórir Bergsson var:
ungur hankamaður, sem skrifaði smásögur undir þessu dulnefni, sér til
<f®grastyttingar. Þetta var hans dund eða hobbg, eins og Englendingar
l’Ogja. Öll eigum við, eða flest, eittiivað að grípa til okkur til afþrey-
lngar, hugsvölunar og hressingar, þegar hvíld gefst frá skyldustörfunum.
þessi ungi maður skrifaði smásögur í hjáverkum, án þess að láta sér
f>l hugar koma að gefa út bók eða komast á skáldastvrk. Og hann hefur
kaldið þessu áfram og komist svo langt í tækni, að aðrir taka honum
ekki fram bó að ritað liafi og gefið út eftir sig margar hækur. Enda komst
bórir Bergsson ekki hjá að vekja á sér eftirtekt. Sögur hans urðu eitt-
f"ert eftirsóttasta efnið í sumum tímaritunum íslenzku. Lesendur Eim-
reiðarinnar munu þannig seint gleyma sögunum hans, þeim sem hirzt
hnfa hér i ritinu á undanförnum árum, sögur eins og Sakrament, Dýr,
í Giljareitum, Bréf úr myrkri, í Svartadal o. s. frv. Nú hefur liöf-
Undurinn loks dregið saman í eina bók sögur sínar, áður prentaðar og
°Prentaðar, og ísafoldarprentsmiðja gefið út. Hefur þetta gamla og góð-