Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 51
eimreiðin
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
283
sem engin nauðsyn bindur mann, er hljómlistin eina skyn-
samlega ástæðan. Og hana er nú hægt að taka með sér í
kassa — fyrir tilstilli Edisons, þess mikla snillings —, og
taka hana upp hvar sem vera vill. Það er hægt að búa í Benin,
Nuneaton, eða Tozeur í Sahara og hlusta samt á kvartetta
Mozarts, kafla úr Das wohltemperierte Klavier og fimtu
hljómkviðunni, klarinetkvintett eftir Brahms og motettur
eftir Palæstrina.
Carlo, sem farið hafði með múldýr og lcerru á járnbraut-
arstöðina til að sækja kassann, heið eftirvæntingarfullur eftir
að heyra í fóninum.
>,Nú fær maður loks tækifæri til að hlusta dálítið á hljóm-
list aftur,“ sagði hann á meðan ég var að taka upp grammó-
fóninn og plöturnar. „Það er erfitt að spila mikið sjálfur."
Og þó fanst mér hann vera furðu afkastamikill. Á kvöldin
begar heitt var, heyrðum við venjulega til hans, þar sem hann
sat fyrir framan dyrnar á húsinu sínu, spilaði á guitar og
söng veikt. Elzti sonurinn lék lagið á hjáróma mandolin, og
stundum tók öll fjölskyldan undir, og myrkrið endurómaði
ui þessum ástríðuþrungna kokróma söng. Þau sungu mest
Piecligrotta-KÖngYH, og raddirnar hnigu með jöfnum íallanda,
hlifruðu syfjulega upp eða hoppuðu með skyndilega snökt-
audi áherzlu tón af tóni. í dálítilii fjarlægð og undir stjörnu-
hjörtum himni voru áhrifin ekki óþægileg.
„Fyrir stríð,“ hélt hann áfram, „þegar tímarnir voru heil-
hrigðir“ (og Carlo hafði von um, já, trú á, að heilbrigðir thnar
væru í vændum aftur, og bráðum yrði eins ódýrt og auðvelt
aÖ lifa og fyrir syndaflóðið) „fór ég oft að hlusta á söngleiki
1 Politeanna. 0, þeir voru dásamlegir! En nú kostar aðgang-
Ul'inn fimm lírur“.
Fg viðurkendi, að það væri of mikið.
„Eigið þér Trou.badnrinn?“ spurði hann.
Ég hristi höfuðið.
>>Rigoletto?“
„Nei, því miður.“
>>Bohéme? Fauciulla del West? Pagliacci?“
Ég hristi enn höfuðið.
„Ekki einu sinni Norma? Eða Ralcarann?“