Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 97
eimreiðin
RYKIÐ AF VEGINUM
329
— En hvers vegna ætti ég að gera það? spurði hún aftur og
gat ekki skilið hin gagnorðu rök hans.
•— Það er bezt fyrir þig sjálfa, sagði hann þrákelknislega.
Það er eins og að leggja peninga inn í banka, en aulc þess er
það siðferðisleg skylda gagnvart þeim, sem eftir lifa, — ef
eitthvað kemur fyrir.
-— Gagnvart hverjum?
■— Gagnvart þeim, sem eftir lifa, sagði ég. Til dæmis ætt-
ingjunum.
Enn þögðu þau bæði, og bjarminn á tindum fjallsins dofn-
aði smám saman, en skuggarnir teygðu sig lengra og lengra,
þeir runnu hver inn í annan og féllust í faðma. Það skvamp-
aði ofurlítið í straumgárunum við bakkann. — Loks sagði
hún lágt: Viltu kannske að ég líftryggi mig ...?
'— Vil ég, sagði hann forviða. Nei, mér stendur alveg á sama.
En aftur á móti myndi ég hiklaust gera það í þínum sporum.
Ég hef eyðublöð með mér, sem þú gætir notað.
■— Jæja, sagði hún. Ég ætla að liftryggja mig ...
—■ Við skulum koma upp í hvamminn, sagði hann.
— Elskarðu mig? spurði hún.
■— Já, sagði hann. En elskar þú mig?
'— Já, sagði hún.
— Við skulum koma upp í hvamminn. Þetta verður sein-
asta kvöldið okkar í bili.
— Hvað áttu við?
~~ Ég fer á morgun.
~~ Hún þagði og draup höfði.
■ t>að er alveg ómögulegt að lifa af þessari kássu dag
eftir dag.
Þykir þér maturinn vondur? spurði hún undrandi.
Við skulum ekki tala um það, sagði liann í styttingi. Við
skulum koma upp í hvamminn.
7.
Inni i eldhúsinu var sama svækjan og stybban. Kokkur-
inn var nýbúinn að steikja kjötið. Hann hallaði undir flatt
ems og hann væri að íhuga, hvaða mál væri heppilegast að
Inka á dagskrá. Hann var hættur að minnast á kvenfólkið í