Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 91
EIMREIÐIN
RYKIÐ AF VEGINUM
323
4.
Klukkan er farin að ganga tólf, þegar önnum dagsins er
lokið. í stað þess að hátta bindur hún rósóttan skýluklút um
höfuðið og fer í Ijósgráu sumarkápuna sína.
•— Hvert ætlarðu, Dísa? segir Stina geispandi.
—• Ég ætla að labba svolítið. Maður verður einhverntíma að
anda að sér hreinu lofti.
— Ég þyrfti lika að anda að mér hreinu lofti, segir Stína
°g horfir sorgmædd á sína viðamiklu fótleggi. En svei mér þá,
nianneskja, ég er alveg dauðuppgefin eftir alt þetta fjandans
PÚl.
Hún geispar hástöfum um leið og ljóshærða stúlkan hverfur
nt um dyrnar. — Reyndu bara að slá þér upp, Dísa mín! kallar
hún á eftir henni.
— Landkulið þýtur í kjarrinu, og þúsund þrestir fljúga
kvakandi grein af grein. Hér er maríuerla, hér er steindepill.
Það er söngur og lif í öllum runnum: Um þessar mundir er
^ngstur sólargangur, og fuglarnir tima ekki að sofa. Þeir
burfa að snúast í mörgu. Sumir eru að Ijúka við að byggja
Ser hreiður, aðrir bíða eftir því, að lítið nef brjóti skurn á
dropóttu eggi.
Mislitar blómkrónur teygja sig upp úr grasinu meðfram
hngðóttum stígnum. Hér er holtasóley, hér er blágresi og fjall-
dalafifill. En silfurgrár mosinn breiðir sig yfir hraunkallana
ems og hlýr feldur. — Hún tekur á sig krók til að stíga ekki
°fan á tvo dökka snigla, sem mjaka sér áfram á rauðbrúnni
moIdinni, og hún hugsar: Skelfing er gott að koma út!
Fótatak í skóginum! Það skrjáfar greinilega í laufinu, það
er einhver að ræskja sig, svo að hún lítur við. Hún sér ungan
niann í gráum jakka og gráum pokabuxum. — Góða kvöldið,
se§ir hann og lyftir húfunni.
■ Gott kvöld, segir hún.
Gatan er mjó. Hann gengur nokkra stund i humátt á eftir
henni, án þess að mæla orð frá vörum, og fótatak hans er létt
°g örugt. En hún er skyndilega orðin óstyrk í knjám og herð-
Um, hana langar til að hlaupa út í kjarrið og fela sig í djúpum
rnnna. Áður en hún veit af hnýtur hún um koll: Það liggur
gamall og kalinn lurkur þvert yfir götuna.