Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 72
304
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
eimheiðin
aðra augnalokanna brutust tárin fram, þau héngu þar andar-
tak og ultu svo niður kinnarnar. Varirnar titruðu, og ég sá, að
hann átti eri'itt með að halda þeim kyrrum. „Við skulum
koma,“ sagði ég aftur.
Andlitið, sem hafði verið stirðnað af sorg, fór nú skyndi-
lega að titra; hann opnaði augun og í gegnum tárin lagði ógur-
lega heift. „Ég drep hana,“ sagði hann, „ég drep hana. Þegar
ég hugsa til þess, að hann kastaði sér fram af, féll niður ..
Hann lyfti höndunum, sveiflaði þeim ofsalega niður og stöðv-
aði þær svo skyndilega í axlarhæð. „Og rotaðist." Hann skalf-
„Hún ber eins mikla ábyrgð á því eins og ef hún hefði hrint
honum niður. Ég drep hana.“ Hann beit saman tönnunum.
Reiðin er eldri eins sársaukakend og sorgin. Það er huggun
í að hyggja á hefndir. „Talið ekki svona,“ sagði ég. „Það er
gagnslaust. Það er heimskulegt. Og hvað væri unnið við það?“
Hann hafði fengið svona köst áður, þegar sorgin varð honum
ofviða, og hann reyndi að flýja hana. Reiðin hafði verið auð-
veldasta leiðin til flótta. Ég hafði áður orðið að fá hann til
að snúa aftur á hina erfiðu leið sorgarinnar. „Það er heimsku-
legt að tala svona,“ sagði ég aftur og leiddi hann burtu í gegn-
um óviðfeldin völundarhús grafreitanna, þar sem dauðinn
virðist enn hræðilegri en hann er í raun og veru.
Þegar við vorum komnir út úr kirkjugarðinum og genguni
niður frá San Miniato í áttina til Piazzale Michelangelo, var
hann orðinn rólegri. Reiðin hafði þorrið og orðið aftur að
þeirri sorg, sem hún hafði fengið allan styrk sinn og ofsa úr.
Á Piazzale námum við staðar stundarkorn, til þess að horfa
niður yfir bæinn í dalnum fyrir neðan okkur. Það var skýja-
far á loftinu — stórir feldir, hvítir, gyltir og gráir, á hreyfingu;
og á milli þeirra bláir, gagnsæir blettir. Með litla turninn í
augnahæð okkar birtist turnhvelfing dómkirkjunnar i öllum
sínum stórfenglega skýrleika, í ofurmagni og loftkendum
þrótti sínum. Á brún og rósrauð þölc bæjarins helti kvöldsólin
mildu geislaflóði sínu, og turnarnir virtust skreyttir og húð-
aðir með gömlu gulli. Ég hugsaði um alla þá menn, sem höfðu
lifað hér — látið eftir sig sýnileg tákn anda síns og skapað
furðulega hluti. Ég hugsaði um barnið, sem hafði dáið.
Gísli Ólafsson þýddi.