Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 89
EIMREIÐIN
RYIÍIÐ AF VEGINUM
321
— Svei þér, ltvikindið, sagði Stína og strauk sér um munn-
lnn með svuntuhorninu. Geturðu ekki látið mann í friði, árans
hengilniænan þín?
Vertu ekki svona ólíkindaleg, sagði kokkurinn. Ég skal
steinþegja yfir því ...
Yfir hverju?
Þú veizt, hvað ég meina, sagði kokkurinn íbygginn og dró
annað augað í pung.
Að sjá, hvernig þú lætur, sagði Stína og saug snögt upp
i nefið.
Ljóshærða stúlkan hélt áfram að þurka leirinn. Hún var
iágvaxin og hnellin, hálsinn hvítur, augun skær. Stundum
horfði hún lengi út um gluggann, horfði á kjarrið og fljótið,
sem streymdi niðandi framhjá og klappaði mjúklega á brúar-
stöpulinn, horfði á sefgræna mýrina og hina turnmynduðu
ijarlægu tinda. — Stundum söng hún lcvæðið um Jósep og
gieymdi að halda áfram við diskþvottinn, en hélt áfram að
syngja:
. .. Hvenær má ég klerkinn panta,
kjarltinn má ei vanta, vanta!
Jósep! Jósep! Nefndu daginn þann!
Lað var þjóðsöngur sumarsins. Hún ætlaði einmitt að byrja
‘ raula hann, þegar þjónninn í borðsalnum stakk gljá-
embdum kollinum inn í eldhúsið og gerði undarleg teikn
nieð rauða blýantinum.
. ^rír nýir gestir, sagði hann flaumósa. Fá tvo mjólk og
eilln kaffi. Strax!
3.
~~~ Lorðaðu meira grænmeti, Þorleifur, sagði skarpleita
Lonan.
Maðurinn með ístruna tók við glerskálinni og lét fáein kál-
0 á diskinn sinn. — Ég borða grænmeti, kona góð, sagði
nann.
~~ Drektu meiri nýmjólk, sagði skarpleita konan og rétti
°num könnuna.
~~~ Ég drekk nýmjólk, kona góð, sagði hann auðmjúkur og
tielti i glasið sitt.
21