Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 106
338
FORNRITAÚTGÁFAN
eimreiðin
legt, sem ekki verður talið til brýnna nauðsynja. Kemur þá
til álita, hvað menn vilja láta ganga í'yrir og hvað sitja á hak-
anuin. Og þó verðið lækkaði niður í kr. 6.00 mundi enn vera
auðvelt að benda á ýmsa, sem munaði um að láta það af mörk-
um, og sjálfsagt verða kvartað yfir þvi, að verðið væri enn
of hátt.
Ég óttast því, að félagið yrði hvergi nærri skaðlaust af lækk-
uninni, einkum sakir þess, að flestir kostnaðarliðir hækka,
ef upplagið er stækkað. Sumir hækka jafnt með hverju ein-
taki. Svo er um pappír og heftingu (og band). Aðrir liðir
hækka að vísu, en þó ekki hlutfallslega við aukningu upp-
lagsins (prentun, myndir, kort). Á borgun til útgefanda hefur
aukningin ekki áhrif. En kostnaðaraukinn er það mikill, að
kaupendum þyrfti að fjölga meir en um helming til þess að
félagið yrði skaðlaust, ef verðið lækkaði um Ys. En á slikri
fjölgun hef ég enga trú, fyrst og fremst af þvi að fornritin
hai'a aðallega selst í bandi, og á því bundna mundi muna svo
tiltölulega lítið um lækkunina. Af fyrsta bindinu, Egils sögu,
eru nú seld um 2000 eintök hér á landi, langmest i bandi, svo
að það er fullkomlega misskilningur hjá Þóroddi á Sandi, að
Fornritin seljist illa. Ég er ekki trúaður á, að þó verðið hefði
verið kr. 6.00 eintakið heft og 12 kr. í bandi, í stað kr. 9.00 og
kr. 15.00, væru nær 5000 eintök seld hér á landi. Þvert á móti
tel ég til þess engar likur.
Þess má geta, að Fornritafélagið hefur um nokkurt skeið
haft ritin á boðstólum á 11 kr. bindið í vönduðu shirtingsbandi
fyrir þá, sem þætti of dýrt að kaupa þau í skinnbandi á 15 kr.
En af ódýrara bandinu má heita að ekkert hafi selst.
Þóroddur á Sandi getur þess ennfremur að því hafi verið
haldið fram, að fyrirtækið væri gróða- og atvinnustofnun, „sem
veitti fáum og útvöldum mönnum vellaunað starf“. Mun hann
þar eiga við ónotagrein í garð ýmissa bókaútgefenda, sem
birtist í tímariti einu fyrir nokkru síðan, og var okkur, sem
gengumst fyrir Fornritaútgáfunni, þár þökkuð forgangan með
þessum vinsamlegu(!) getsökum. — Bæði af því, hversu öfga-
kend sú grein var, og sökum þess, að ritstjóri tímaritsins